„Tvískinnungur“ að fordæma stríðsglæpi Rússa en ekki Ísraelsmanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2023 20:53 Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir ekki hægt að deila um að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gasaströndinni af Ísraelsmönnum. Vísir/Arnar Lögmaður, sem hefur sérhæft sig í mannréttindum, segir allt stefna í þjóðernishreinsanir eða jafnvel þjóðarmorð á Gasaströndinni. Vestræn stjórnvöld sýni tvískinnung með því að hlaupa upp til handa og fóta til að fordæma stríðsglæpi Rússa en ekki Ísraela. „Ísraelsmenn hafa ekki virt alþjóðalög í samskiptum sínum við Palestínumenn. Fyrir því eru dómar alþjóðadómstóla og aðrar heimildir. Þetta geta þeir gert vegna þess að þeir eru í skjóli Bandaríkjamanna,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður. Ísraelsmenn hafa lokað á rafmagn og vatn til Gasastrandarinnar og þar að auki lokað landamærastöðvum sínum alveg þannig að hvorki fer þangað matur eða eldsneyti, né fólk til eða frá ströndinni. „Að svelta þá til bana eða uppgjafar er stríðsglæpur, það fer ekki á milli mála,“ segir Ragnar. Minnst níu starfsmenn sameinuðu þjóðanna og nokkrir starfsmenn Rauða hálfmánans hafa verið drepnir í árásum Ísrael á Gasaströndina í dag. Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis vildi ekki svara því í viðtali við fréttastofu í dag hvort hún teldi þetta stríðsglæp, eins og segir í Genfarsáttmálanum. Ragnar segir engan vafa á að þetta teljist stríðsglæpum en skýrt sé af orðum íslenskra stjórnmálamanna að þeir fylgi Bandaríkjamönnum í þessum málum. „Utanríkisráðherra talaði eins og forseti Bandaríkjanna hafði gert þegar hann sagði að Ísraelsmenn ættu rétt á að verja sig, þá sagði utanríkisráðherra Íslands það nákvæmlega sama. Þaðan er línan sótt.“ Hann segir gæta tvískinnungs hjá ráðamönnum Vesturlanda sem hafi hlaupið upp til handa og fóta til að fordæma strísglæpi Rússa í Úkraínu. „Sama virðist ekki eiga við aðferðir Ísraelsmanna á Gasa og þetta er náttúrulega heimildalaus tvískinnungur,“ segir Ragnar. Heldurðu að við séum að horfa upp á þjóðernishreinsun og jafnvel þjóðarmorð? „Já, ég held að að því sé stefnt að fremja þannig glæp gegn mannkyninu.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Börn en ekki pólitík Nú er barist af mikilli heift fyrir botni Miðjarðarhafsins. Íslendingar sjá þessi átök frá ólíkum sjónarhornum. Tilfinningar blossa upp og skoðanir eru heitar. 13. október 2023 16:00 Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57 Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
„Ísraelsmenn hafa ekki virt alþjóðalög í samskiptum sínum við Palestínumenn. Fyrir því eru dómar alþjóðadómstóla og aðrar heimildir. Þetta geta þeir gert vegna þess að þeir eru í skjóli Bandaríkjamanna,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður. Ísraelsmenn hafa lokað á rafmagn og vatn til Gasastrandarinnar og þar að auki lokað landamærastöðvum sínum alveg þannig að hvorki fer þangað matur eða eldsneyti, né fólk til eða frá ströndinni. „Að svelta þá til bana eða uppgjafar er stríðsglæpur, það fer ekki á milli mála,“ segir Ragnar. Minnst níu starfsmenn sameinuðu þjóðanna og nokkrir starfsmenn Rauða hálfmánans hafa verið drepnir í árásum Ísrael á Gasaströndina í dag. Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis vildi ekki svara því í viðtali við fréttastofu í dag hvort hún teldi þetta stríðsglæp, eins og segir í Genfarsáttmálanum. Ragnar segir engan vafa á að þetta teljist stríðsglæpum en skýrt sé af orðum íslenskra stjórnmálamanna að þeir fylgi Bandaríkjamönnum í þessum málum. „Utanríkisráðherra talaði eins og forseti Bandaríkjanna hafði gert þegar hann sagði að Ísraelsmenn ættu rétt á að verja sig, þá sagði utanríkisráðherra Íslands það nákvæmlega sama. Þaðan er línan sótt.“ Hann segir gæta tvískinnungs hjá ráðamönnum Vesturlanda sem hafi hlaupið upp til handa og fóta til að fordæma strísglæpi Rússa í Úkraínu. „Sama virðist ekki eiga við aðferðir Ísraelsmanna á Gasa og þetta er náttúrulega heimildalaus tvískinnungur,“ segir Ragnar. Heldurðu að við séum að horfa upp á þjóðernishreinsun og jafnvel þjóðarmorð? „Já, ég held að að því sé stefnt að fremja þannig glæp gegn mannkyninu.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Börn en ekki pólitík Nú er barist af mikilli heift fyrir botni Miðjarðarhafsins. Íslendingar sjá þessi átök frá ólíkum sjónarhornum. Tilfinningar blossa upp og skoðanir eru heitar. 13. október 2023 16:00 Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57 Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Börn en ekki pólitík Nú er barist af mikilli heift fyrir botni Miðjarðarhafsins. Íslendingar sjá þessi átök frá ólíkum sjónarhornum. Tilfinningar blossa upp og skoðanir eru heitar. 13. október 2023 16:00
Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57
Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11