Utan vallar: Fær íslenska þjóðin nostalgíukvöld í Laugardalnum í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 11:01 Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson fagna saman marki með íslenska landsliðinu á Laugardalsvellinum. Vísir/Vilhelm Eitt það mest spennandi við landsleik Íslands og Liechtenstein á Laugardalsvellinum í kvöld er kannski það hvað verður hlutverk Gylfa Þórs Sigurðssonar í leiknum. Stóra spurningin er nefnilega: Á Gylfi að byrja leikinn í kvöld? Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar þarna síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2024 og mótherjinn er lakasta liðið í riðlinum. Það er í raun lítið undir í þessum leik. Eftir jafnteflið í síðasta leik á íslenska liðið enn minni möguleika á að komast á Evrópumótið í gegnum þennan riðil. Möguleikarnir munu því liggja í umspili Þjóðadeildarinnar. Aron Einar Gunnarsson mætti á blaðamannafund í gær sem fyrirliði liðsins og verður því örugglega í byrjunarliðinu í kvöld. Åge Hareide þjálfari ætlar því að gera breytingar á liðinu. Hversu margar verða þær er spurningin. Gylfi Þór Sigurðsson var kallaður aftur inn í landsliðið fyrir þennan glugga eftir rétt tæplega þriggja ára fjarveru og kom inn á sem varamaður á móti Lúxemborg á föstudagskvöldið. Fyrsti landsleikur hans síðan í nóvember 2020. Gylfi er nýbyrjaður að spila aftur með Lyngby og er enn að vinna í því að koma skrokknum aftur í gang eftir svo langa fjarveru. Það var mikill fögnuður í stúkunni þegar Gylfi kom inn á völlinn á 68. mínútu á móti Lúxemborg og þótt að liðinu hafi ekki tekist að landa sigrinum í lokin þá er full ástæða til að búast við því að Gylfi fái fleiri mínútur í kvöld. Það er jafnvel spurning um hvort Gylfi eigi hreinlega að byrja leikinn. Það væri algjör nostalgía að sjá hann og Aron Einar spila saman á miðjunni eins og þegar gullkynslóðin var upp á sitt besta. Það var gaman að sjá ungu strákana í íslenska liðinu blómstra í fyrri hálfleiknum á föstudaginn en eins og með unga menn þá eru sveiflur í þeirra leik. Betri færanýting og liðið hefði rúllað leiknum upp. Áhyggjuefnið var hversu auðveldlega þeir virtist missa dampinn eftir áfallið við að fá á sig mark í byrjun seinni hálfleiks. Seinni hálfleikurinn voru því mikil vonbrigði. Það vantaði tilfinnanlega meiri festu á miðju liðsins til að halda tökunum á leiknum og það er ljóst að þar geta Gylfi og Aron Einar hjálpað ungu strákunum okkar mikið. Þetta er líka spurningin um stað og stund. Í kvöld er kjörið tækifæri fyrir Gylfa og Aron Einar að spila hlið við hlið á Laugardalsvellinum þar sem þeir hafa gefið íslensku þjóðinni svo margar magnaðar frammistöður síðasta rúma áratuginn. Þetta er eitthvað sem myndi örugglega gleðja hjörtu margra að sjá. Framtíðin er kannski ekki þeirra en nú er þeirra tími að sýna framtíðarmönnum af hverju þeir hafa náð svo langt. Ég vona því að við sjáum Gylfa og Aron Einar aftur hlið við hlið í kvöld. Kannski of mikið að biðja um það frá byrjun en vonandi stóran hluta leiksins. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Utan vallar Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Stóra spurningin er nefnilega: Á Gylfi að byrja leikinn í kvöld? Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar þarna síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2024 og mótherjinn er lakasta liðið í riðlinum. Það er í raun lítið undir í þessum leik. Eftir jafnteflið í síðasta leik á íslenska liðið enn minni möguleika á að komast á Evrópumótið í gegnum þennan riðil. Möguleikarnir munu því liggja í umspili Þjóðadeildarinnar. Aron Einar Gunnarsson mætti á blaðamannafund í gær sem fyrirliði liðsins og verður því örugglega í byrjunarliðinu í kvöld. Åge Hareide þjálfari ætlar því að gera breytingar á liðinu. Hversu margar verða þær er spurningin. Gylfi Þór Sigurðsson var kallaður aftur inn í landsliðið fyrir þennan glugga eftir rétt tæplega þriggja ára fjarveru og kom inn á sem varamaður á móti Lúxemborg á föstudagskvöldið. Fyrsti landsleikur hans síðan í nóvember 2020. Gylfi er nýbyrjaður að spila aftur með Lyngby og er enn að vinna í því að koma skrokknum aftur í gang eftir svo langa fjarveru. Það var mikill fögnuður í stúkunni þegar Gylfi kom inn á völlinn á 68. mínútu á móti Lúxemborg og þótt að liðinu hafi ekki tekist að landa sigrinum í lokin þá er full ástæða til að búast við því að Gylfi fái fleiri mínútur í kvöld. Það er jafnvel spurning um hvort Gylfi eigi hreinlega að byrja leikinn. Það væri algjör nostalgía að sjá hann og Aron Einar spila saman á miðjunni eins og þegar gullkynslóðin var upp á sitt besta. Það var gaman að sjá ungu strákana í íslenska liðinu blómstra í fyrri hálfleiknum á föstudaginn en eins og með unga menn þá eru sveiflur í þeirra leik. Betri færanýting og liðið hefði rúllað leiknum upp. Áhyggjuefnið var hversu auðveldlega þeir virtist missa dampinn eftir áfallið við að fá á sig mark í byrjun seinni hálfleiks. Seinni hálfleikurinn voru því mikil vonbrigði. Það vantaði tilfinnanlega meiri festu á miðju liðsins til að halda tökunum á leiknum og það er ljóst að þar geta Gylfi og Aron Einar hjálpað ungu strákunum okkar mikið. Þetta er líka spurningin um stað og stund. Í kvöld er kjörið tækifæri fyrir Gylfa og Aron Einar að spila hlið við hlið á Laugardalsvellinum þar sem þeir hafa gefið íslensku þjóðinni svo margar magnaðar frammistöður síðasta rúma áratuginn. Þetta er eitthvað sem myndi örugglega gleðja hjörtu margra að sjá. Framtíðin er kannski ekki þeirra en nú er þeirra tími að sýna framtíðarmönnum af hverju þeir hafa náð svo langt. Ég vona því að við sjáum Gylfa og Aron Einar aftur hlið við hlið í kvöld. Kannski of mikið að biðja um það frá byrjun en vonandi stóran hluta leiksins.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Utan vallar Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira