Fótbolti

Liverpool enn og aftur fyrst á dagskrá eftir landsleikjahlé

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah og félagar í Liverpool þurfa langoftast allra að spila hádegisleik eftir landsleikjahlé.
Mohamed Salah og félagar í Liverpool þurfa langoftast allra að spila hádegisleik eftir landsleikjahlé. Getty/Joe Prior

Enn eitt landsleikjahléið er að klárast og það þýðir oftast bara eitt. Enska úrvalsdeildin byrjar aftur í hádeginu á laugardaginn með Liverpool-leik.

Liverpool þykir mikið á sér brotið þegar kemur að uppröðun leikja efir landsleikjahlé undanfarin ár.

Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað með nágrannaslag Liverpool og Everton í hádeginu.

Þar með ekki öll sagan sögð því eftir næsta landsleikjahlé þarf Liverpool líka að undirbúa sig fyrir hádegisleik á laugardegi en nú á móti Englandsmeisturum Manchester City.

Leikur Manchester City og Liverpool var fyrst settur á klukkan 17.30 þennan sama laugardag en var síðan færður fram til 12.30.

Þar má kenna um Manchester lögreglunni sem vildi alls ekki að leikurinn færi fram um kvöldið.

Þessir tveir leikir verða þrettándi og fjórtándi leikur Liverpool í hádeginu á laugardegi eftir landsleikjahlé síðan að Jürgen Klopp tók við. Níu þeirra hafa verið á útivelli.

The Athletic tók saman þessa tölfræði frá árinu 2016 og má sjá muninn á liðunum hér fyrir neðan.

Eftir leikinn á móti Everton hefur Liverpool spilað átta fleiri slíka leiki heldur en næstu lið sem eru Chelsea, Manchester City og Tottenham.

Liverpool er með margra landsliðsmenn og vanalega marga sem eru að spila leiki í Suður Ameríku sem þýðir enn lengri ferðalög. Þessir leikmenn fá því ekki langan tíma til að jafna sig eftir landsliðsgluggann og taka oft takmarkaðan þátt í fyrsta leik eftir þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×