Segja löðrunginn eiga sér enga hliðstæðu hér á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2023 12:05 Myndskeiðið af löðrungnum vakti mikla reiði eftir að það komst í umferð á samfélagsmiðlum. Íslenskir leiðsögumenn fordæma atvik á Hótel Örk nýlega þar sem kona, sem sögð er fararstjóri, löðrungaði skólastelpu frá Bretlandi. Þetta ömurlega háttalag er sagt ekki eiga sér hliðstæðu meðal leiðsögumanna hérlendis. Málið hefur verið til umfjöllunar í breskum miðlum sem íslenskum. Lögreglan á Suðurlandi er með málið á sínu borði. Fulltrúar lögreglu vildu ekki upplýsa á mánudag hvort rætt hefði verið við konuna sem löðrungaði stúlkuna. Stjórn Leiðsagnar, félags leiðsögumanna, ályktaði vegna málsins: „Stjórn Leiðsagnar - Félags leiðsögumanna fordæmir atvik það sem átti sér stað nýverið stað á Hótel Örk þar sem leiðsögukona sló ungmenni sem var hér á ferð á Íslandi ásamt hópi skólafélaga frá Bretlandi. Atvikið var tekið upp á myndband og sent á breska og innlenda fjölmiðla.“ Harris Academy Bromley we hope this woman was arrested? This is assault, she needs to be sacked and never work with or near young people again. We understand she is the tour guide on your trip, but something needs to be done. pic.twitter.com/z7XMMoA1vX— Cherylphoenix (@Cherylphoenix99) October 15, 2023 Í siðareglum leiðsögumanna segir að leiðsögumaður taki ekki undir nokkrum kringumstæðum þátt í áreitni, einelti eða ofbeldi af neinu tagi, hvorki í orðum eða gjörðum, og sé á varðbergi gagnvart slíkri háttsemi hjá öðrum. „Augljóst er að atvik þetta stríðir alfarið gegn siðareglum félagsins og er að mati stjórnar lögreglumál fyrst og fremst.“ Jóna Fanney Friðriksdóttir er formaður Leiðsagnar. Það sé von stjórnar Leiðsagnar að hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu, hérlendis sem og erlendis átti sig á að hér sé um vítavert háttalag að ræða sem á engan hátt endurspegli þá faglegu og vingjarnlegu þjónustu sem leiðsögumenn hérlendis eru þekktir fyrir. „Stjórn sendir öllum í Harris Girls Academy Bromley í New Beckenham hlýjar kveðjur og vonast til að stúlkan sem fyrir árásinni varð jafni sig fljótlega,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, formaður Leiðsagnar. Ferðamennska á Íslandi Hveragerði Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Kærð fyrir að löðrunga skólastelpu á Hótel Örk Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar uppákomu á Hótel Örk liðna helgi þar sem fullorðin hvít kona löðrungaði unga stúlku, dökka á hörund, á gangi hótelsins. Myndskeið af löðrungnum er í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og hefur vakið hörð viðbrögð. 16. október 2023 14:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Málið hefur verið til umfjöllunar í breskum miðlum sem íslenskum. Lögreglan á Suðurlandi er með málið á sínu borði. Fulltrúar lögreglu vildu ekki upplýsa á mánudag hvort rætt hefði verið við konuna sem löðrungaði stúlkuna. Stjórn Leiðsagnar, félags leiðsögumanna, ályktaði vegna málsins: „Stjórn Leiðsagnar - Félags leiðsögumanna fordæmir atvik það sem átti sér stað nýverið stað á Hótel Örk þar sem leiðsögukona sló ungmenni sem var hér á ferð á Íslandi ásamt hópi skólafélaga frá Bretlandi. Atvikið var tekið upp á myndband og sent á breska og innlenda fjölmiðla.“ Harris Academy Bromley we hope this woman was arrested? This is assault, she needs to be sacked and never work with or near young people again. We understand she is the tour guide on your trip, but something needs to be done. pic.twitter.com/z7XMMoA1vX— Cherylphoenix (@Cherylphoenix99) October 15, 2023 Í siðareglum leiðsögumanna segir að leiðsögumaður taki ekki undir nokkrum kringumstæðum þátt í áreitni, einelti eða ofbeldi af neinu tagi, hvorki í orðum eða gjörðum, og sé á varðbergi gagnvart slíkri háttsemi hjá öðrum. „Augljóst er að atvik þetta stríðir alfarið gegn siðareglum félagsins og er að mati stjórnar lögreglumál fyrst og fremst.“ Jóna Fanney Friðriksdóttir er formaður Leiðsagnar. Það sé von stjórnar Leiðsagnar að hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu, hérlendis sem og erlendis átti sig á að hér sé um vítavert háttalag að ræða sem á engan hátt endurspegli þá faglegu og vingjarnlegu þjónustu sem leiðsögumenn hérlendis eru þekktir fyrir. „Stjórn sendir öllum í Harris Girls Academy Bromley í New Beckenham hlýjar kveðjur og vonast til að stúlkan sem fyrir árásinni varð jafni sig fljótlega,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, formaður Leiðsagnar.
Ferðamennska á Íslandi Hveragerði Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Kærð fyrir að löðrunga skólastelpu á Hótel Örk Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar uppákomu á Hótel Örk liðna helgi þar sem fullorðin hvít kona löðrungaði unga stúlku, dökka á hörund, á gangi hótelsins. Myndskeið af löðrungnum er í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og hefur vakið hörð viðbrögð. 16. október 2023 14:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Kærð fyrir að löðrunga skólastelpu á Hótel Örk Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar uppákomu á Hótel Örk liðna helgi þar sem fullorðin hvít kona löðrungaði unga stúlku, dökka á hörund, á gangi hótelsins. Myndskeið af löðrungnum er í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og hefur vakið hörð viðbrögð. 16. október 2023 14:00