Ingvar: Mér fannst varnarleikur aðeins bregðast okkur í dag Siggeir Ævarsson skrifar 18. október 2023 22:10 Ingvar Guðjónsson stýrði liði Hauka í kvöld í fjarveru Bjarna Magnússonar Vísir/Bára Dröfn Það var boðið upp á sveiflukenndan hörkuleik í Ólafssal í kvöld þar sem gestirnir úr Keflavík fóru að lokum með sigur af hólmi 81-93 eftir góðan lokasprett. Ingvar Guðjónsson aðstoðarþjálfari Hauka var við stjórnvölinn í kvöld en hann sagði að dýrkeypt mistök varnarlega hefðu kostað Hauka sigurinn í lokin þegar Keflavík sigldi fram úr. „Mér fannst þetta var hörkuleikur lengi framan af fjórða leikhluta. Svo gerum við mistök varnarlega, missum þær framhjá okkur og gefum þeim opin skot. Þær refsa okkur grimmilega í fjórða leikhluta. Við náðum einhvern veginn aldrei að koma okkur til baka úr því.“ Sóknarlega voru tveir leikmenn sem báru lið Hauka uppi í kvöld en þær Keira Robinson og Tinna Alexandersdóttir skoruðu alls 47 af 81 stigi liðsins og tóku systurpartinn af skotum þess einnig. Haukar hefðu þurft á meira framlagi að halda úr fleiri áttum í kvöld þegar á reyndi og færin opnuðust gegn stífri vörn Keflavíkur. „Þetta hefur svolítið verið sagan í þessum leikjum þegar við mætum smá mótspyrnu. Þá eru of margir sem bakka frá og verða litlir í sér. Það var líka raunin í dag, því miður.“ Ingvar var þó ekki alveg af baki dottinn og sagðist greina ákveðna framför á leik síns liðs, þá sérstaklega sóknarlega. „Auðvitað. Þetta var allt öðruvísi leikur en Njarðvíkurleikur. Þar var miklu sterkari varnarleikur. Hér var meira hlaupið og meiri sókn í boði. Tökum jákvætt út úr þessu að sóknarleikurinn er að verða betri þó við getum ennþá lagað fullt í honum. En afturför í varnarleiknum klárlega.“ Hann vildi þó ekki meina að vörnin yrði það eina sem væri á dagskrá á næstu æfingu. „Þetta er bara svona púsl og verður þannig í vetur. Það þarf að vinna bæði í sóknar- og varnarleik. Mér fannst varnarleikur aðeins bregðast okkur í dag.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Ingvar Guðjónsson aðstoðarþjálfari Hauka var við stjórnvölinn í kvöld en hann sagði að dýrkeypt mistök varnarlega hefðu kostað Hauka sigurinn í lokin þegar Keflavík sigldi fram úr. „Mér fannst þetta var hörkuleikur lengi framan af fjórða leikhluta. Svo gerum við mistök varnarlega, missum þær framhjá okkur og gefum þeim opin skot. Þær refsa okkur grimmilega í fjórða leikhluta. Við náðum einhvern veginn aldrei að koma okkur til baka úr því.“ Sóknarlega voru tveir leikmenn sem báru lið Hauka uppi í kvöld en þær Keira Robinson og Tinna Alexandersdóttir skoruðu alls 47 af 81 stigi liðsins og tóku systurpartinn af skotum þess einnig. Haukar hefðu þurft á meira framlagi að halda úr fleiri áttum í kvöld þegar á reyndi og færin opnuðust gegn stífri vörn Keflavíkur. „Þetta hefur svolítið verið sagan í þessum leikjum þegar við mætum smá mótspyrnu. Þá eru of margir sem bakka frá og verða litlir í sér. Það var líka raunin í dag, því miður.“ Ingvar var þó ekki alveg af baki dottinn og sagðist greina ákveðna framför á leik síns liðs, þá sérstaklega sóknarlega. „Auðvitað. Þetta var allt öðruvísi leikur en Njarðvíkurleikur. Þar var miklu sterkari varnarleikur. Hér var meira hlaupið og meiri sókn í boði. Tökum jákvætt út úr þessu að sóknarleikurinn er að verða betri þó við getum ennþá lagað fullt í honum. En afturför í varnarleiknum klárlega.“ Hann vildi þó ekki meina að vörnin yrði það eina sem væri á dagskrá á næstu æfingu. „Þetta er bara svona púsl og verður þannig í vetur. Það þarf að vinna bæði í sóknar- og varnarleik. Mér fannst varnarleikur aðeins bregðast okkur í dag.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira