Sport

Dag­skráin í dag: Skipti­borð Subway-deildarinnar og þýski hand­boltinn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kristófer Acox og samherjar hans í Val fara í heimsókn til Keflavíkur í kvöld.
Kristófer Acox og samherjar hans í Val fara í heimsókn til Keflavíkur í kvöld. Vísir/Vilhelm

Subway-deild karla í körfubolta heldur áfram í kvöld og verður Skiptiborðið í beinni útsendingu sem og stórleikur Keflavíkur og Vals. Þá verður toppslagur í þýska handboltanum sýndur beint.

Stöð 2 Sport

Skiptiborðið með Herði Unnsteinssyni og félögum fer í loftið klukkan 19:00 en þar verður sýnt frá öllum leikjum kvöldsins í Subway-deild karla. Skipt verður á milli leikjanna og sýnt frá öllu því helsta í viðureignum Hamars og Stjörnunnar, Þórs Þorlákshöfn og Hauka, Njarðvíkur og Hattar og Breiðablik og Álftaness.

Tilþrifin verða síðan sýnd beint klukkan 21:20 en þar verður farið yfir öll helstu atriðin í leikjum kvöldsins.

Stöð 2 Sport 5

Leikur Keflavíkur og Vals í Subway-deild karla verður sýndur beint og hefst útsending klukkan 19:05.

Vodafone Sport

NHL On The Fly verður í beinni klukkan 9:05 og klukkan 16:55 er komið að toppleik í þýsku úrvalsdeildinni þegar spútniklið Melsungen fer í heimsókn til toppliðsins Fusche Berlin.

Klukkan 23:05 verður síðan leikur New York Rangers og Nashville í NHL-deildinni sýndur í beinni útsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×