Remy Martin þarf að standa undir nafni í fyrsta leiknum sínum í Sláturhúsinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2023 15:00 Remy Martin er búinn að spila tvo leiki og hefur fengið á sig gagnrýni fyrir frammistöðuna. Hvað gerir hann í kvöld. S2 Sport Keflvíkingar fá loksins heimaleik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir taka á móti deildar- og bikarmeisturum Valsmanna. Fyrstu tveir leikir Keflavíkurliðsins hafa verið á útivelli en þeir eru eina liðið í deildinni sem á eftirt að spila heimaleik á þessu tímabili. Það breytist í kvöld þegar Valur kemur í heimsókn í Blue höllina. Þetta er stórleikur kvöldsins enda tvö lið sem búist var við miklu af á þessari leiktíð. Valsmenn hafa byrjað tímabilið með tveimur sannfærandi sigrum en Keflvíkingar eru enn að sleikja sárin eftir að hafa steinlegið á Króknum um síðustu helgi. Leikur Keflavíkur og Vals hefst klukkan 19.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hægt verður að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Augun hafa beinst að bandaríska leikmanni Keflavíkurliðsins því sjaldan hefur stærri prófíll komið til Íslands en umræddur Remy Martin. Martin var frábær með Arizona State háskólanum og varð síðan bandarískur háskólameistari með University of Kansas 2022 þar sem hann skoraði meðal annars 14 stig í úrslitaleiknum. Remy Martin var ekki góður í fyrsta leik en hafði þá afsökun að hann að spila í Frystikistunni í Hveragerði í fyrsta sinn. Keflavík vann líka leikinn auk þess að hann endaði með 29 stig í leiknum. Viðvörunarbjöllurnar fóru aftur á móti í gang eftir leikinn á Króknum þar sem Martin var bitlítill, kraftlaus og varð hreinlega undir í glímunni við ágenga bakverði Íslandsmeistaranna. Martin þurfti 17 skot til skora 13 stig og komst aldrei á vítalínuna í leiknum. Keflavíkurliðið tapaði líka með 23 stigum þegar hann var inn á vellinum enda ekki er hann að breyta leiknum heldur í vörninni. Þegar sóknin klikkar hjá honum þá er fokið í flest skjól. Martin hefur þar með þurft að taka 45 skot til að skora þessi 42 stig sín á tímabilinu og mörg þessara skota eru ekki tekin í flæðinu heldur eftir knattrak hans þar sem enginn annar Keflvíkingur sér boltann. Fyrsti leikur Remy Martin með Keflavík í Hveragerði 29 stig úr 28 skotum 17% þriggja stiga nýting (2 af 12) 32% skotnýting (9 af 28) 11 fráköst 4 stoðsendingar 9 fiskaðar villur og 11 fengin víti 24 framlagsstig - Annar leikur Remy Martin með Keflavík á Sauðárkróki 13 stig úr 17 skotum 37% þriggja stiga nýting (3 af 8) 29% skotnýting (5 af 17) 5 fráköst 7 stoðsendingar 4 fiskaðar villur og 0 fengin víti 12 framlagsstig En er þetta það sem kappinn ætlar að bjóða upp á í vetur? Nú fá stuðningsmenn Keflavíkur loksins að sjá Martin í Sláturhúsinu á Sunnubrautinni og þótt að andstæðingurinn sé eitt allra besta lið landsins þá er án efa pressa á Remy Martin í kvöld að standa undir nafni. Skyndiprófin hans eru að baki en í dag er stóra prófið fyrir stuðningsmenn Keflavíkur að komast að því hvort Remy Martin sé sá leikmaður sem ferilskráin hans sýnir eða bara kannski bara strandaður á Íslandi eftir misheppnaða byrjun sína í atvinnumennsku. Augun verða því að þessu snaggaralega Bandaríkjamanni í leiknum og ef að Martin sé sá keppnismaður sem margir trúa að hann sé þá ætti hann að mæta í fullum herklæðum í leikinn í kvöld og sýna hvað hann stendur fyrir inn á körfuboltavellinum. Hann hefur vissulega hæfileika til að stríða Valsmönnum í fjörutíu mínútur en stórt spurningin er hvort hann hafi hugarfarið í það. Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Hamar/Þór - Valur | Sleppa gestirnir inn um dyrnar í efsta hluta? Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Hverjar ætla að elta Hauka? Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Sjá meira
Fyrstu tveir leikir Keflavíkurliðsins hafa verið á útivelli en þeir eru eina liðið í deildinni sem á eftirt að spila heimaleik á þessu tímabili. Það breytist í kvöld þegar Valur kemur í heimsókn í Blue höllina. Þetta er stórleikur kvöldsins enda tvö lið sem búist var við miklu af á þessari leiktíð. Valsmenn hafa byrjað tímabilið með tveimur sannfærandi sigrum en Keflvíkingar eru enn að sleikja sárin eftir að hafa steinlegið á Króknum um síðustu helgi. Leikur Keflavíkur og Vals hefst klukkan 19.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hægt verður að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Augun hafa beinst að bandaríska leikmanni Keflavíkurliðsins því sjaldan hefur stærri prófíll komið til Íslands en umræddur Remy Martin. Martin var frábær með Arizona State háskólanum og varð síðan bandarískur háskólameistari með University of Kansas 2022 þar sem hann skoraði meðal annars 14 stig í úrslitaleiknum. Remy Martin var ekki góður í fyrsta leik en hafði þá afsökun að hann að spila í Frystikistunni í Hveragerði í fyrsta sinn. Keflavík vann líka leikinn auk þess að hann endaði með 29 stig í leiknum. Viðvörunarbjöllurnar fóru aftur á móti í gang eftir leikinn á Króknum þar sem Martin var bitlítill, kraftlaus og varð hreinlega undir í glímunni við ágenga bakverði Íslandsmeistaranna. Martin þurfti 17 skot til skora 13 stig og komst aldrei á vítalínuna í leiknum. Keflavíkurliðið tapaði líka með 23 stigum þegar hann var inn á vellinum enda ekki er hann að breyta leiknum heldur í vörninni. Þegar sóknin klikkar hjá honum þá er fokið í flest skjól. Martin hefur þar með þurft að taka 45 skot til að skora þessi 42 stig sín á tímabilinu og mörg þessara skota eru ekki tekin í flæðinu heldur eftir knattrak hans þar sem enginn annar Keflvíkingur sér boltann. Fyrsti leikur Remy Martin með Keflavík í Hveragerði 29 stig úr 28 skotum 17% þriggja stiga nýting (2 af 12) 32% skotnýting (9 af 28) 11 fráköst 4 stoðsendingar 9 fiskaðar villur og 11 fengin víti 24 framlagsstig - Annar leikur Remy Martin með Keflavík á Sauðárkróki 13 stig úr 17 skotum 37% þriggja stiga nýting (3 af 8) 29% skotnýting (5 af 17) 5 fráköst 7 stoðsendingar 4 fiskaðar villur og 0 fengin víti 12 framlagsstig En er þetta það sem kappinn ætlar að bjóða upp á í vetur? Nú fá stuðningsmenn Keflavíkur loksins að sjá Martin í Sláturhúsinu á Sunnubrautinni og þótt að andstæðingurinn sé eitt allra besta lið landsins þá er án efa pressa á Remy Martin í kvöld að standa undir nafni. Skyndiprófin hans eru að baki en í dag er stóra prófið fyrir stuðningsmenn Keflavíkur að komast að því hvort Remy Martin sé sá leikmaður sem ferilskráin hans sýnir eða bara kannski bara strandaður á Íslandi eftir misheppnaða byrjun sína í atvinnumennsku. Augun verða því að þessu snaggaralega Bandaríkjamanni í leiknum og ef að Martin sé sá keppnismaður sem margir trúa að hann sé þá ætti hann að mæta í fullum herklæðum í leikinn í kvöld og sýna hvað hann stendur fyrir inn á körfuboltavellinum. Hann hefur vissulega hæfileika til að stríða Valsmönnum í fjörutíu mínútur en stórt spurningin er hvort hann hafi hugarfarið í það.
Fyrsti leikur Remy Martin með Keflavík í Hveragerði 29 stig úr 28 skotum 17% þriggja stiga nýting (2 af 12) 32% skotnýting (9 af 28) 11 fráköst 4 stoðsendingar 9 fiskaðar villur og 11 fengin víti 24 framlagsstig - Annar leikur Remy Martin með Keflavík á Sauðárkróki 13 stig úr 17 skotum 37% þriggja stiga nýting (3 af 8) 29% skotnýting (5 af 17) 5 fráköst 7 stoðsendingar 4 fiskaðar villur og 0 fengin víti 12 framlagsstig
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Hamar/Þór - Valur | Sleppa gestirnir inn um dyrnar í efsta hluta? Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Hverjar ætla að elta Hauka? Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Sjá meira