Lífið

Elti­hrellir McCon­aug­hey fær fimm ára nálgunar­bann

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
McConaughey ákvað fyrst að grípa til aðgerða þegar hann taldi að eltihrellirinn gæti ógnað öryggi aðdáenda.
McConaughey ákvað fyrst að grípa til aðgerða þegar hann taldi að eltihrellirinn gæti ógnað öryggi aðdáenda. Getty/John Nacion

Eltihrellir leikarans Matthew McConaughey hefur verið úrskurðaður í fimm ára nálgunarbann. Eltihrellirinn hefur hrellt leikarann í nokkur ár.

Dómari úrskurðaði í málinu fyrr í dag en konan, sem er sögð vera með McConaughey á heilanum, var ekki viðstödd uppkvaðningu úrskurðarins. Hún krafðist þess að málinu yrði frestað en dómari taldi ekki ástæðu til að fresta málinu frekar.

Málið á upphaflega rætur að rekja til viðburðar sem McConaughey stóð fyrir í Kaliforníu í september. Hann var að fagna útgáfu nýrrar bókar sinnar, Just Because, og las því upp úr bókinni í búð Barnes and Nobles að aðdáendum viðstöddum. Leikarinn gerði ráð fyrir því að eltihrellirinn myndi mæta á viðburðinn og krafðist því nálgunarbanns til að gæta öryggis aðdáenda sinna. Hún mætti á staðinn en lífverðir McConaughey vísuðu henni mildilega burt.

TMZ greinir frá því að eltihrellirinn hafi reglulega sent McConaughey sérkennilega tölvupósta, óþægileg bréf og þá hefur hún einnig kært hann að tilefnislausu. Hún á einnig að hafa trúað því að þau ættu í ástarsambandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×