Íslenski boltinn

Bjarni Jóhannsson snúinn aftur í þjálfun

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Bjarni hefur farið víða á þjálfaraferli sínum, hann stýrði síðast Njarðvík tímabilið 2022.
Bjarni hefur farið víða á þjálfaraferli sínum, hann stýrði síðast Njarðvík tímabilið 2022. Selfoss

Bjarni Jóhannsson hefur ákveðið að snúa aftur í þjálfun og samdi við Selfoss þar sem hann mun stýra karlaliði félagsins til næstu tveggja ára. Verkefnið sem bíður hans er stórt, en liðið féll niður úr Lengjudeildinni í sumar og mun spila í 2. deild á næsta tímabili. 

Bjarni ætti að vera vel kunnugur flestum knattspyrnuáhugamönnum hér í landi en hann hefur þjálfað fjöldann allan af íslenskum liðum síðan árið 1985. Bestum árangri náði hann í stjórnartíð sinni hjá ÍBV 1997–99, liðið endaði í öðru sæti deildar og bikars á fyrsta tímabilinu undir hans stjórn, varð svo Mjólkurbikarmeistari árið eftir og Íslandsmeistari í tvígang. 

Selfoss tilkynnti ráðningu á samfélagsmiðlum sínum. 

,,Þetta er spennandi verkefni í einum flottasta íþróttabæ landsins. Verkefnið leggst mjög vel í mig. Ég hef alltaf verið spenntur fyrir því að þjálfa hér á Selfossi,” sagði Bjarni við undirskriftina.

,,Tækifærin liggja í metnaðarfullu umhverfi en hér er frábær aðstaða, ungir og efnilegir leikmenn og kraftur í fólkinu. Þetta er í raun bara umhverfi sem er draumur að stökkva inni í” bætti hann svo við að lokum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×