Rosenborg spilaði samtímis gegn Brann og tapaði 2-0 á útivelli. Þær voru í efsta sætinu fyrir leik en Våleranga nýtti sér tækifærið og komst stigi upp fyrir Rosenborg. Selma Sól Magnúsdóttir spilaði fyrri hálfleikinn í liði Rosenborg, Natasha Anashi sat á varamannabekk Brann líkt og í síðasta leik, hún er að stíga upp úr erfiðum meiðslum, hásinasliti sem hún varð fyrir í byrjun árs.
Þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppni og liðin mætast í lokaumferðinni. Fyrir það þurfa Ingibjörg og stöllur hennar í Våleranga að taka á stóra sínum þegar þær mæta Brann og Stabæk sem sitja í 4. og 5. sæti deildarinnar. Rosenborg mætir fallbaráttuliðinu Avaldsnes í næstu umferð áður en þær heimsækja LSK, sem fylgir þeim fast á eftir með þriggja stiga mun í 3. sæti deildarinnar.
Þrátt fyrir að LSK eigi enn möguleika eru allar líkur á að tvöfaldur meistari verði svo krýndur þegar Rosenborg og Våleranga mætast í bikarúrslitaleik þann 26. nóvember.