Fótbolti

West Ham lítil fyrir­staða fyrir fun­heitt lið Aston Villa

Siggeir Ævarsson skrifar
Douglas Luiz fagnar marki
Douglas Luiz fagnar marki Vísir/Getty

Aston Villa skaut sér upp í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með þægilegum 4-1 sigri á West Ham. Var þetta fjórði sigur Villa í fimm leikjum og jafnframt 11. sigurinn í röð á Villa Park.

Hinn brasilíski Douglas Luiz með Villa í 2-0 með mörkum sitthvorumegin við hálfleikinn og er þá kominn með fimm mörk í deildinni. Framherjinn Ollie Watkins lagði upp seinna markið og bætti svo sjálfur við marki og er einnig kominn með fimm mörk í haust.

West Ham sköpuðu sér ekki mörg afgerandi færi en náðu þó að klóra í bakkann í stöðunni 2-0 þegar Jarrod Bowen skoraði algjört heppnismark þegar boltinn breytti rækilega um stefnu af varnarmanni og skotið þar af leiðandi óverjandi fyrir Martínez í marki Villa.

Aston Villa voru þó snöggir að slökkva allar vonarneista sem kviknuðu hjá West Ham eftir markið og bættu við tveimur mörkum, lokatölur 4-1 og Villa á hvínandi siglinu en aðeins Manchester City og Arsenal hafa safnað fleiri stigum í ensku deildinni árið 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×