Benedikt um Milka í kvöld: Hann er undirbúinn fyrir hvað sem er Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 14:30 Dominykas Milka skorar fyrir Keflavík á móti Njarðvík. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík tekur á móti Keflavík í 32 liða úrslitum VÍS bikarsins í körfubolta í kvöld en þetta er fyrsti Reykjanesbæjarslagurinn í vetur og í fyrsta sinn sem gamli Keflvíkingurinn Dominykas Milka spilar með nágrönnunum á móti sínu gamla liði. „Þessi leikur leggst ofboðslega vel í mig. Ég átti kannski ekki von á því að fá þennan slag í 32 liða úrslitum. Þetta er alltaf risaleikur og risadagur þegar þessir leikir fara fram. Okkur hlakkar bara til,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, í samtali við Aron Guðmundsson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Njarðvík hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína og Keflavík vann flottan endurkomusigur á Val í síðasta leik. „Mín reynsla af þessum leikjum, bæði sem áhorfandi og körfuboltaáhugamaður og síðan sem þjálfari í þessum viðureignum, er að staða liðanna skiptir eiginlega engu máli. Þetta eru alltaf einstakir leikir þó að annað liðið eigi að vera sterkara en hitt. Það hefur aldrei skipt neinu máli í gegnum tíðina,“ sagði Benedikt. EL Clasico eins og þessi viðureign hefur verið kölluð lifir sínu eigin lífi inn á hverju tímabili. „Þetta eru öðruvísi leikir í íslenskum körfubolta. Hver leikur á sitt líf og allt sem hefur gengið á undan hefur ekki skipt máli. Maður hefur séð þessa leiki fara út og suður. Sumir hafa verið ofboðslega spennandi og jafnir en svo hefur maður séð annað liðið bursta hitt. Maður getur því búist við hverju sem er,“ sagði Benedikt. Benedikt Guðmundsson hvetur sína menn áfram.Vísir/Hulda Margrét „Við mætum í þennan leik til þess að vinna og ég efast ekki um það að Keflavík geri það líka. Þetta verða tvö lið sem selja sig rándýrt í kvöld,“ sagði Benedikt. Dominykas Milka skiptir yfir í Njarðvík úr Keflavík í sumar og er að fara að mæta sínu gamla liði í fyrsta sinn. Hvernig skynjar Benedikt stemmninguna hjá honum fyrir leikinn? „Hann verður klár. Hann þekkir það að vera hinum megin og hugsanlega verður eitthvað baulað á hann. Ég veit það ekki. Ég held að hann sé undirbúinn fyrir hvað sem er í kvöld og það bítur ekkert á hann. Hann er í þessu til að reynda að vinna. Hann verður klár og vonandi bara allir mínir menn,“ sagði Benedikt. Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur hefst klukkan 19.30 í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld en það verður örugglega vel mætt á leikinn. Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjá meira
„Þessi leikur leggst ofboðslega vel í mig. Ég átti kannski ekki von á því að fá þennan slag í 32 liða úrslitum. Þetta er alltaf risaleikur og risadagur þegar þessir leikir fara fram. Okkur hlakkar bara til,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, í samtali við Aron Guðmundsson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Njarðvík hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína og Keflavík vann flottan endurkomusigur á Val í síðasta leik. „Mín reynsla af þessum leikjum, bæði sem áhorfandi og körfuboltaáhugamaður og síðan sem þjálfari í þessum viðureignum, er að staða liðanna skiptir eiginlega engu máli. Þetta eru alltaf einstakir leikir þó að annað liðið eigi að vera sterkara en hitt. Það hefur aldrei skipt neinu máli í gegnum tíðina,“ sagði Benedikt. EL Clasico eins og þessi viðureign hefur verið kölluð lifir sínu eigin lífi inn á hverju tímabili. „Þetta eru öðruvísi leikir í íslenskum körfubolta. Hver leikur á sitt líf og allt sem hefur gengið á undan hefur ekki skipt máli. Maður hefur séð þessa leiki fara út og suður. Sumir hafa verið ofboðslega spennandi og jafnir en svo hefur maður séð annað liðið bursta hitt. Maður getur því búist við hverju sem er,“ sagði Benedikt. Benedikt Guðmundsson hvetur sína menn áfram.Vísir/Hulda Margrét „Við mætum í þennan leik til þess að vinna og ég efast ekki um það að Keflavík geri það líka. Þetta verða tvö lið sem selja sig rándýrt í kvöld,“ sagði Benedikt. Dominykas Milka skiptir yfir í Njarðvík úr Keflavík í sumar og er að fara að mæta sínu gamla liði í fyrsta sinn. Hvernig skynjar Benedikt stemmninguna hjá honum fyrir leikinn? „Hann verður klár. Hann þekkir það að vera hinum megin og hugsanlega verður eitthvað baulað á hann. Ég veit það ekki. Ég held að hann sé undirbúinn fyrir hvað sem er í kvöld og það bítur ekkert á hann. Hann er í þessu til að reynda að vinna. Hann verður klár og vonandi bara allir mínir menn,“ sagði Benedikt. Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur hefst klukkan 19.30 í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld en það verður örugglega vel mætt á leikinn.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjá meira