Markverðir Arsenal meðal þeirra fimm sem hafa hlutfallslega varið fæst skot Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2023 23:30 Ramsdale og Raya eru að berjast um stöðuna hjá Arsenal. Nick Potts/Getty Images Markvörðurinn David Raya gekk í raðir Arsenal frá Brentford á láni fyrir núverandi leiktíð. Aaron Ramsdale hafði staðið vaktina í marki Arsenal undanfarin ár og hélt því áfram áður en Raya tók stöðuna af honum. Hvorugur hefur þó sýnt sínar bestu hliðar. Raya gekk í raðir Arsenal og í kjölfarið fór Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, mikinn í fjölmiðlum þar sem hann talaði um að félagið væri nú með tvo frábæra markverði og hann ætlaði sér einfaldlega að spila þeim báðum. Gekk hann svo langt á að opna á möguleikann að þeir myndu hafa vaktaskipti í miðjum leik. Ramsdale hélt þó sætinu í upphafi tímabils en var langt því frá sannfærandi og var svo í kjölfarið settur á bekkinn. Raya hefur hins vegar heldur ekki fundið sig og leit einkar illa út í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Chelsea á dögunum. Sem stendur eru bæði Raya og Ramsdale meðal þeirra fimm markvarða ensku úrvalsdeildarinnar sem hafa hlutfallslega varið fæst skot. Worst save success rates in the Premier League this season (4+ apps):1 Aaron Ramsdale - 55.5%2 James Trafford - 57.6%3 Bart Verbruggen - 58.8%4 Jason Steele - 59.3%5 David Raya - 61.5% Perhaps rotating goalkeepers isn't the best idea... pic.twitter.com/skHqZVY0LC— WhoScored.com (@WhoScored) October 23, 2023 Hinn 25 ára gamli Ramsdale er á toppi listans, sem þýðir að hlutfallslega hefur hann varið fæst skot í deildinni, með 55,5 prósent markvörslu. Hann hefur spilað fimm leiki í öllum keppnum, haldið tvívegis hreinu og fengið á sig fjögur mörk. Hinn 28 ára gamli Raya er litlu skárri en hann er með 61.5 prósent markvörslu. Hann hefur alls spilað sjö leiki í öllum keppnum og þó hann hafi haldið marki sínu fjórum sinnum hreinu þá hefur hann fengið á sig sex mörk til þessa. Það vekur athygli að þeir Jason Steele og Bart Verbruggen, markverðir Brighton & Hove Albion eru einnig á listanum en þeir hafa deilt stöðunni það sem af er tímabili. Arsenal mætir Sevilla í Andalúsíu í Meistaradeild Evrópu annað kvöld og verður forvitnilegt að sjá hvort Raya eða Ramsdale standi vaktina í marki liðsins. Arteta var spurður út í mistök Raya gegn Chelsea á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins annað kvöld. „Mistök gerast í fótbolta. Þetta er pressan sem fylgir því að spila fyrir stórt félag. Við verðum að vinna og þú verður að eiga þinn besta leik því það er einhver sem ýtir við þér alla daga.“ Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 sem og Meistaradeildarmessan mun fylgjast gaumgæfilega með öllu sem gerist. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Raya gekk í raðir Arsenal og í kjölfarið fór Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, mikinn í fjölmiðlum þar sem hann talaði um að félagið væri nú með tvo frábæra markverði og hann ætlaði sér einfaldlega að spila þeim báðum. Gekk hann svo langt á að opna á möguleikann að þeir myndu hafa vaktaskipti í miðjum leik. Ramsdale hélt þó sætinu í upphafi tímabils en var langt því frá sannfærandi og var svo í kjölfarið settur á bekkinn. Raya hefur hins vegar heldur ekki fundið sig og leit einkar illa út í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Chelsea á dögunum. Sem stendur eru bæði Raya og Ramsdale meðal þeirra fimm markvarða ensku úrvalsdeildarinnar sem hafa hlutfallslega varið fæst skot. Worst save success rates in the Premier League this season (4+ apps):1 Aaron Ramsdale - 55.5%2 James Trafford - 57.6%3 Bart Verbruggen - 58.8%4 Jason Steele - 59.3%5 David Raya - 61.5% Perhaps rotating goalkeepers isn't the best idea... pic.twitter.com/skHqZVY0LC— WhoScored.com (@WhoScored) October 23, 2023 Hinn 25 ára gamli Ramsdale er á toppi listans, sem þýðir að hlutfallslega hefur hann varið fæst skot í deildinni, með 55,5 prósent markvörslu. Hann hefur spilað fimm leiki í öllum keppnum, haldið tvívegis hreinu og fengið á sig fjögur mörk. Hinn 28 ára gamli Raya er litlu skárri en hann er með 61.5 prósent markvörslu. Hann hefur alls spilað sjö leiki í öllum keppnum og þó hann hafi haldið marki sínu fjórum sinnum hreinu þá hefur hann fengið á sig sex mörk til þessa. Það vekur athygli að þeir Jason Steele og Bart Verbruggen, markverðir Brighton & Hove Albion eru einnig á listanum en þeir hafa deilt stöðunni það sem af er tímabili. Arsenal mætir Sevilla í Andalúsíu í Meistaradeild Evrópu annað kvöld og verður forvitnilegt að sjá hvort Raya eða Ramsdale standi vaktina í marki liðsins. Arteta var spurður út í mistök Raya gegn Chelsea á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins annað kvöld. „Mistök gerast í fótbolta. Þetta er pressan sem fylgir því að spila fyrir stórt félag. Við verðum að vinna og þú verður að eiga þinn besta leik því það er einhver sem ýtir við þér alla daga.“ Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 sem og Meistaradeildarmessan mun fylgjast gaumgæfilega með öllu sem gerist.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira