Körfubolti

Leik­manna­könnun Tomma Stein­dórs: Hvaða leik­maður vælir mest?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Halldór Garðar Hermannsson lætur augljóslega í sér heyra á vellinum ef marka má niðurstöðurnar úr leikmannakönnuna Tomma Steindórs.
Halldór Garðar Hermannsson lætur augljóslega í sér heyra á vellinum ef marka má niðurstöðurnar úr leikmannakönnuna Tomma Steindórs. Vísir/Bára

Stefán Árni Pálsson og Tómas Steindórsson héldu áfram að fara yfir niðurstöður úr könnun Tómasar meðal leikmanna Subway deildar karla í körfubolta. Þeir fara alltaf yfir svörin við einni spurningu í hverjum þætti af Subway Körfuboltakvöldi Extra.

„Leikmannakönnunin er næst og hún er mjög skemmtileg að þessu sinni. Tommi er náttúrulega búinn að senda á einhverja sextíu leikmenn í deildinni,“ sagði Stefán Árni Pálsson.

„Já og ég er kominn með rétt rúmlega fjörutíu svör,“ sagði Tómas Steindórsson.

„Þetta er nú ein skemmtilegasta spurningin,“ skaut Stefán Árni inn í.

Spurning er að þessu sinni: Hvaða leikmaður vælir mest?

„Ég er alltaf á þeirri skoðun að þeir sem væli ekki þeir eru bara ‚loosers' í mínum huga. Þú átt bara að væla og væla og væla eins og þú getur,“ sagði Stefán.

„Við fengum rosalega mörg mismunandi svör og það var einn sem svaraði bara: Allt Valsliðið. Kári, Kristó, Hjálmar og fleiri fengu atkvæði,“ sagði Tómas.

„Hlynur Bæringsson fékk líka atkvæði en hann má það samkvæmt þessum sem setti nafnið hans,“ sagði Tómas.

Hér fyrir neðan má sjá Tómas segja frá niðurstöðunum um hvaða leikmenn enduðu í þremur efstu sætunum.

Klippa: Körfuboltakvöld Extra: Hvaða leikmaður vælir mest?



Fleiri fréttir

Sjá meira


×