Þetta kemur fram í yfirliti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar en þar segir einnig að lögregla hafi haft afskipti af einstakling í hverfi 105 sem er grunaður um vörslu fíkniefna.
Ein tilkynning barst um umferðaróhapp í hverfi 105 og þá var tilkynnt um rafhlaupahjólaslys í miðborginni en þar virðist einstaklingur hafa fallið í jörðina og mögulega rotast. Hann var fluttur á bráðamóttöku.
Einnig var tilkynnt um reyk frá íbúð í hverfi 111 en þar hafði gleymst að slökkva undir potti á eldavél með þeim afleiðingum að það kviknaði í pottinum. Slökkviliðið mætti á vettvang og slökkti eldinn.