Íslenski boltinn

Kristján í Garðabænum til 2025

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristján heldur kyrru fyrir í Garðabæ.
Kristján heldur kyrru fyrir í Garðabæ. Vísir/Hulda Margrét

Knattspyrnuþjálfarinn Kristján Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna og mun stýra liðinu út tímabilið 2025.

„Það er okkur sönn ánægja að tilkynna framlengingu við Kristján Guðmundsson, þjálfara meistaraflokks kvenna,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar sem sjá má hér að neðan.

Kristján tók við liði Stjörnunnar árið 2018 og hefur gert góða hluti í Garðabænum. Haustið 2022 endaði liðið í 2. sæti Bestu deildar kvenna og var talið að Stjörnustúlkur myndu gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum í ár en það gekk hins vegar ekki upp.

Þegar upp var staðið endaði Stjarnan í 4. sæti Bestu deildar með jafn mörg stig og Þróttur R. sem endaði sæti ofar en Þróttarar voru hins vegar með betri markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×