Fótbolti

Her­mos­o kom sá, skoraði og sigraði í endur­komunni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurmarki dagsins fagnað.
Sigurmarki dagsins fagnað. Ivan Romano/Getty Images

Jennifer Hermoso spilaði gær sinn fyrsta leik fyrir spænska landsliðið síðan hún fagnaði heimsmeistaratitlinum í sumar og var óumbeðin kysst á munninn af þáverandi forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hermoso skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri á Ítalíu.

Hin 33 ára gamla Hermoso var gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Spánar sem bar sigur úr býtum á HM í sumar. Þegar Hermoso fékk verðlaunapening sinn eftir leik var hún óumbeðin kysst á munninn af Luis Rubiales, þáverandi forseta spænska knattspyrnusambandsins.

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, fjöldi leikmanna Spánar fór í verkfall þar sem þær vildu fagmannlegra umhverfi. Rubiales sagði á endanum af sér og þá var hinn gríðarlega óvinsæli þjálfari, Jorge Vilda, látinn taka poka sinn.

Hermoso hafði ekki leikið fyrir Spán síðan liðið sigraði England í úrslitum HM en var á varamannabekknum þegar Ítalía og Spánn mættust á föstudag. Hermoso kom inn af bekknum á 68. mínútu og skoraði svo það sem reyndist sigurmarkið þegar aðeins ein mínúta lifði leiks.

Lokatölur á Arechi-leikvanginum í Salerno 0-1 og Spánn sem stendur með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum í riðli 4 í Þjóðadeild kvenna.

Í riðli 3, sama riðli og Ísland leikur í þá vann Þýskaland 5-1 sigur á Wales. Lea Schüller skoraði tvö, Giulia Gwinn og Nicole Anyomi skoruðu sitthvort en Rhiannon Roberts varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Mark Wales skoraði Ceri Holland.

England vann 1-0 sigur á Belgíu þökk sé marki Lauren Hemp í fyrri hálfleik. Sigurinn þýðir að England og Holland eru jöfn í riðli 1 með sex stig hvort að loknum þremur umferðum.

Önnur úrslit

  • Austurríki 2-1 Portúgal
  • Svíþjóð 1-0 Sviss 
  • Noregur 1-2 Frakkland
  • Holland 4-0 Skotland

Tengdar fréttir

Ráð­herra gagn­rýnir getu­leysi karla­liðsins í máli Her­mos­o

Victor Francos, íþróttamálaráðherra Spánar, segir spænska karlalandsliðið í fótbolta ekki hafa sýnt kvennalandsliðinu nægilega mikinn stuðning eftir að ásakanir Jenni Hermoso, leikmanns liðsins, á hendur Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins litu dagsins ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×