Þetta kemur fram í tilkynningu forsvarsmanna staðarins sem segjast hafa kvartað formlega undan einstökum aðgerðum lögreglu. Þau hafi farið fram á að starfsaðferðir lögreglu og afskipti af staðnum verði skoðuð. Ríkið verði krafið um skaðabætur vegna „ólögmætrar ákvörðunar sýslumanns um tímabundna afturköllun starfsleyfisins.
„Við vitum upp á okkur sökina í einu tilviki að of margir hafi verið inni á staðnum og brugðumst við til að það kæmi ekki fyrir aftur. En okkur finnst hart að fá refsingu fyrir að sjá í einhverjum tilvikum ekki í gegn um fölsuð skilríki ungmenna. Okkur er enginn akkur í að hafa krakka inni á staðnum. Við mótmæltum þessari ákvörðun sýslumanns og teljum of langt gengið í sviptingu starfsleyfisins, sér í lagi ef í ljós kemur að lögreglan hafi farið offari í eftirlitsaðgerðum sínum á staðnum,“ segir Sverrir Einar Eiríksson, annar eigenda staðarins, í tilkynningu.
Eigendur ætla að ráðast í endurbætur næstu vikurnar og opnar staðurinn því „tvíefldur“ að endurbótunum loknum.