Enski boltinn

Ó­trú­legur saman­burður Man City og Man United síðan Pep tók við

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pep Guardiola hefur náð mögnuðum árangri með Manchester City.
Pep Guardiola hefur náð mögnuðum árangri með Manchester City. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN

Pep Guardiola tók við sem þjálfari Manchester City árið 2016. Síðan þá hafa yfirburðir bláa hlutans í Manchester verið vægast sagt yfirgengilegir.

Þegar Pep tók við var Man City þegar búið að taka fram úr Man United sem hafði verið í frjálsu falli síðan Sir Alex Ferguson hætti sem þjálfari liðsins árið 2013. Síðan hefur bilið aðeins aukist en Man City vann Man Utd örugglega 3-0 á Old Trafford fyrr í dag.

Var það sjöundi sigur Man City á Old Trafford undir stjórn Guardiola. Spánverjinn hefur aðeins unnið Arsenal oftar á útivelli á ferli sínum eða átta sinnum.

Það sem meira er, síðan Pep tók við hefur Man City fengið 145 stigum meira en Man United, 659 stig gegn 504 hjá Rauðu djöflunum. Man City hefur unnið 60 leikjum meira en nágrannar sínar, 205 sigrar á móti 145. Þá hefur Man City skorað 229 mörkum meira en Man Utd, 681mörk gegn 452.

Reikna má með að City bæti enn frekar í muninn á milli félaganna eftir því sem líður á tímabilið.


Tengdar fréttir

„Ein okkar besta frammi­staða“

Þeir Erling Braut Håland og Bernardo Silva mættu saman í viðtal eftir sigur Englandsmeistara Manchester City á nágrönnum sínum í Manchester United. Þeir hrósuðu hvor öðrum sem og stuðningsfólki Man City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×