Allt í steik hjá United sem tapaði stórt á heimavelli Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 22:12 Sofyan Amrabat og Harry Maguire fremur ráðvilltir á Old Trafford í kvöld. Vísir/Getty Manchester United er úr leik í enska deildabikarnum eftir slæmt 3-0 tap gegn Newcastle á heimavelli í kvöld. Þetta er annað þriggja marka tap United á heimavelli í röð. Manchester United mætti til leiks gegn Newcastle í dag eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Manchester City um helgina. Gengi United undanfarið hefur verið æði misjafnt. Liðið hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leikinn gegn City en tapað tveimur leikjum í röð þar á undan. Liðið er ríkjandi deildabikarmeistari og sterkt byrjunarlið Erik Ten Hag benti til þess að liðið ætlaði sér að halda titlinum á Old Trafford. Kvöldið var erfitt fyrir stuðningsmenn United á Old Trafford. Miguel Almiron kom Newcastle yfir á 28. mínútu og Lewis Hall tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar. Manchester United 0-3 Newcastle This is fine pic.twitter.com/njpBM8kKgv— B/R Football (@brfootball) November 1, 2023 Joe Willock innsiglaði síðan sigur Newcastle með marki á 60. mínútu og annað 3-0 tap United á heimavelli í röð því staðreynd. Það má búast við erfiðu kvöldi og næstu dögum hjá Erik Ten Hag knattspyrnustjóra Manchester United. Gagnrýni á hann hefur aukist undanfarið og þá hafa einnig borist fréttir af dvínandi trú leikmanna liðsins á verkefninu. 3 - Manchester United have lost consecutive home games by 3+ goals for the first time since October 1962, while this was Newcastle's biggest away win against the Red Devils since September 1930 (7-4). Nightmare. #MUNNEW— OptaJoe (@OptaJoe) November 1, 2023 Eddie Howe og lærisveinar hans yfirgefa Manchester hins vegar sáttir og mátti heyra stuðningsmenn Newcastle syngja allan síðari hálfleikinn á Old Trafford í kvöld á meðan stúkur stuðningsmanna heimaliðsins tæmdust hægt og rólega eftir því sem lokaflautið nálgaðist. Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Sjá meira
Manchester United mætti til leiks gegn Newcastle í dag eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Manchester City um helgina. Gengi United undanfarið hefur verið æði misjafnt. Liðið hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leikinn gegn City en tapað tveimur leikjum í röð þar á undan. Liðið er ríkjandi deildabikarmeistari og sterkt byrjunarlið Erik Ten Hag benti til þess að liðið ætlaði sér að halda titlinum á Old Trafford. Kvöldið var erfitt fyrir stuðningsmenn United á Old Trafford. Miguel Almiron kom Newcastle yfir á 28. mínútu og Lewis Hall tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar. Manchester United 0-3 Newcastle This is fine pic.twitter.com/njpBM8kKgv— B/R Football (@brfootball) November 1, 2023 Joe Willock innsiglaði síðan sigur Newcastle með marki á 60. mínútu og annað 3-0 tap United á heimavelli í röð því staðreynd. Það má búast við erfiðu kvöldi og næstu dögum hjá Erik Ten Hag knattspyrnustjóra Manchester United. Gagnrýni á hann hefur aukist undanfarið og þá hafa einnig borist fréttir af dvínandi trú leikmanna liðsins á verkefninu. 3 - Manchester United have lost consecutive home games by 3+ goals for the first time since October 1962, while this was Newcastle's biggest away win against the Red Devils since September 1930 (7-4). Nightmare. #MUNNEW— OptaJoe (@OptaJoe) November 1, 2023 Eddie Howe og lærisveinar hans yfirgefa Manchester hins vegar sáttir og mátti heyra stuðningsmenn Newcastle syngja allan síðari hálfleikinn á Old Trafford í kvöld á meðan stúkur stuðningsmanna heimaliðsins tæmdust hægt og rólega eftir því sem lokaflautið nálgaðist.
Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Sjá meira