Tveir urðu fyrir skoti í árásinni við Silfratjörn Margrét Björk Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. nóvember 2023 11:50 Blóðslettur voru enn sýnilegar í anddyri fjölbýlishússins við Silfratjörn eftir hádegið í gær. Vísir/Vilhelm Tveir ungir menn urðu fyrir skotum í skotárásinni í Úlfarsáradal í gær, annar særðist en hinn fékk skrámu. Um er að ræða deilur milli tveggja hópa sem ólíklegt er að sjái fyrir endann á. Lögregla kannar hvort auka þurfi viðbúnað í höfuðborginni vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu réðust nokkrir menn á fjóra aðra á fimmta tímanum í gærnótt við fjölbýlishúsið við Silfrutjörn. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta það. Ekki er ljóst hversu margir árásarmannanna beittu skotvopnum en skotin hæfðu tvo. Annar þeirra særðist en áverkarnir voru ekki alvarlegir. Hann var útskrifaður af Landspítalanum í gær. Hinn fékk skrámu en leitaði ekki aðhlynningar á sjúkrahúsi. Heimildir herma að um sé að ræða hefnaraðgerðir milli hópanna tveggja sem hafi stigmagnast síðustu daga. Skotin hæfðu íbúð í nágrenninu við árásarvettvang sem er alls ótengd málinu og kyrrstæðan bíl við Silfrutjörn. Aukinn viðbúnaður til skoðunar Sjö hafa verið handteknir vegna árársarinnar og Grímur Grímsson, hjá miðlægri deild lögreglu, telur að lögregla hafi alla í haldi sem tengjast henni. Hann vill ekki gefa upp á þessu stigi málsins hvort mennirnir hafi áður komið við sögu lögreglunnar. Grímur Grímsson vill lítið gefa upp um stöðu mála.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort skotvopn, eitt eða fleiri, hafi fundist segir Grímur að húsleit hafi verið framkvæmd á fleiri en einum stað í gær samhliða handtökunum. Hann telur ekki tímabært að upplýsa hvað hafi komið úr úr þeim. Þá vill hann ekki svara því hvort talið sé að einn eða fleiri aðili hafi beitt skotvopni né nokkuð um vopnategund. Varðandi aukinn viðbúnað lögreglu um helgina segir Grímur að það sé til skoðunar. Eðli málsins samkvæmt sé ekki heppilegt að tilgreina viðbúnað lögreglu í smáatriðum. Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hófst í gær og stendur yfir um helgina. Má búast við miklum fjölda fólks í miðbæ Reykjavíkur. Næstu skref lögreglunnar eru að sögn Gríms að ljúka yfirheyrslum yfir þeim sem handteknir voru í gær og í framhaldi verða teknar ákvarðanir um áframhald rannsóknarinnar. Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Yfirheyrslur yfir sjömenningum framundan Yfirheyrslur yfir mönnunum sjö sem handteknir voru vegna skotárásar í fjölbýli á Silfratjörn í Úlfarsárdal munu fara fram í dag. Lögregla hyggst ekki veita frekari upplýsingar um mennina að svo stöddu. 3. nóvember 2023 09:29 Lögregla gefur ekkert upp um þá handteknu Þrír hafa verið handteknir vegna skotárásar í fjölbýli í Úlfarsárdal í nótt. Einn særðist en líðan hans er sögð góð eftir atvikum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í dag vegna málsins. Lögregla gefur ekki upp hver aðild þeirra handteknu að málinu er. 2. nóvember 2023 18:47 Vaktin: Lögregla leitar logandi ljósi að byssumanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar byssumanns eftir að maður var skotinn fyrir utan fjölbýlishús í Silfratjörn í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í málinu. 2. nóvember 2023 14:27 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu réðust nokkrir menn á fjóra aðra á fimmta tímanum í gærnótt við fjölbýlishúsið við Silfrutjörn. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta það. Ekki er ljóst hversu margir árásarmannanna beittu skotvopnum en skotin hæfðu tvo. Annar þeirra særðist en áverkarnir voru ekki alvarlegir. Hann var útskrifaður af Landspítalanum í gær. Hinn fékk skrámu en leitaði ekki aðhlynningar á sjúkrahúsi. Heimildir herma að um sé að ræða hefnaraðgerðir milli hópanna tveggja sem hafi stigmagnast síðustu daga. Skotin hæfðu íbúð í nágrenninu við árásarvettvang sem er alls ótengd málinu og kyrrstæðan bíl við Silfrutjörn. Aukinn viðbúnaður til skoðunar Sjö hafa verið handteknir vegna árársarinnar og Grímur Grímsson, hjá miðlægri deild lögreglu, telur að lögregla hafi alla í haldi sem tengjast henni. Hann vill ekki gefa upp á þessu stigi málsins hvort mennirnir hafi áður komið við sögu lögreglunnar. Grímur Grímsson vill lítið gefa upp um stöðu mála.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort skotvopn, eitt eða fleiri, hafi fundist segir Grímur að húsleit hafi verið framkvæmd á fleiri en einum stað í gær samhliða handtökunum. Hann telur ekki tímabært að upplýsa hvað hafi komið úr úr þeim. Þá vill hann ekki svara því hvort talið sé að einn eða fleiri aðili hafi beitt skotvopni né nokkuð um vopnategund. Varðandi aukinn viðbúnað lögreglu um helgina segir Grímur að það sé til skoðunar. Eðli málsins samkvæmt sé ekki heppilegt að tilgreina viðbúnað lögreglu í smáatriðum. Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hófst í gær og stendur yfir um helgina. Má búast við miklum fjölda fólks í miðbæ Reykjavíkur. Næstu skref lögreglunnar eru að sögn Gríms að ljúka yfirheyrslum yfir þeim sem handteknir voru í gær og í framhaldi verða teknar ákvarðanir um áframhald rannsóknarinnar.
Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Yfirheyrslur yfir sjömenningum framundan Yfirheyrslur yfir mönnunum sjö sem handteknir voru vegna skotárásar í fjölbýli á Silfratjörn í Úlfarsárdal munu fara fram í dag. Lögregla hyggst ekki veita frekari upplýsingar um mennina að svo stöddu. 3. nóvember 2023 09:29 Lögregla gefur ekkert upp um þá handteknu Þrír hafa verið handteknir vegna skotárásar í fjölbýli í Úlfarsárdal í nótt. Einn særðist en líðan hans er sögð góð eftir atvikum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í dag vegna málsins. Lögregla gefur ekki upp hver aðild þeirra handteknu að málinu er. 2. nóvember 2023 18:47 Vaktin: Lögregla leitar logandi ljósi að byssumanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar byssumanns eftir að maður var skotinn fyrir utan fjölbýlishús í Silfratjörn í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í málinu. 2. nóvember 2023 14:27 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Yfirheyrslur yfir sjömenningum framundan Yfirheyrslur yfir mönnunum sjö sem handteknir voru vegna skotárásar í fjölbýli á Silfratjörn í Úlfarsárdal munu fara fram í dag. Lögregla hyggst ekki veita frekari upplýsingar um mennina að svo stöddu. 3. nóvember 2023 09:29
Lögregla gefur ekkert upp um þá handteknu Þrír hafa verið handteknir vegna skotárásar í fjölbýli í Úlfarsárdal í nótt. Einn særðist en líðan hans er sögð góð eftir atvikum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í dag vegna málsins. Lögregla gefur ekki upp hver aðild þeirra handteknu að málinu er. 2. nóvember 2023 18:47
Vaktin: Lögregla leitar logandi ljósi að byssumanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar byssumanns eftir að maður var skotinn fyrir utan fjölbýlishús í Silfratjörn í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í málinu. 2. nóvember 2023 14:27
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent