Þetta kemur fram í viðtali breska miðilsins The Guardian við Björk sem birt var í dag. Þar ræðir hún umhverfismál, sér í lagi sjókvíaeldi, kvennaverkfallið og samstarfið með Rosalíu.
Fréttamaður Vísis ræddi við Björk á dögunum. Þar sagði hún söguna sem lagið Oral hefur að geyma. En Björk segist hafa samið lagið fyrir rúmlega tuttugu árum en síðar týnt því í langan tíma. Síðan hafi hún fundið það á tilviljanakenndan hátt.
Þá segir hún Rosalíu strax hafa slegið til þegar hún spurði hvort hún vildi vera gestasöngkona í laginu.
Viðtalið í heild sinni má lesa hér að neðan.