Fótbolti

Orri lagði upp í sigri FCK

Dagur Lárusson skrifar
Orri Óskarsson í leik með FC Kaupmannahöfn
Orri Óskarsson í leik með FC Kaupmannahöfn Vísir/Getty

Orri Steinn Óskarsson kom inn á af bekknum og gaf stoðsendingu í sigri FCK gegn Randers í dönsku knattspyrnunni í dag.

Það var Randers sem náði forystunni í leiknum á 4. mínútu og var það Filip Kristensten sem skoraði markið. FCK var þó ekki lengi að jafna metin en það gerðist aðeins þremur mínútum síðar eða á 7. mínútu þegar Rasmus Falk skoraði. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik.

Orri Steinn Óskarsson kom inn á fyrir Andrea Cornelius í hálfleiknum og átti hann eftir að setja mark sitt á leikinn.

Það var hinsvegar Randers sem náði forystunni á nýjan leik á með marki frá Simen Nordli á 60. mínútu og staðan þá orðin 2-1 en þó fó FCK í gang á nýjan leik.

Fyrst skoraði Viktor Claesson á 66. mínútu áður en Orri Steinn lagði upp mark á Jordan Larsson sem hafði einnig komið inn á sem varamaður. 

Það leit út fyrir það að þetta yrði síðasta mark leiksins en allt kom fyrir ekki því á sjöundu mínútu uppbótartíma náði Victor Froholdt að skora og staðan orðin 2-4.

Lokatölur 2-4 og FCK komið með 32 stig á toppi deildarinnar á meðan Randes er níunda sætinu með fjórtán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×