Stórefnilegur 10 ára pílukastari í Grímsnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. nóvember 2023 20:41 Þorbjörn Óðinn Arnarsson, 10 ára pílukastari á bænum Miðengi í Grímsnes- og Grafningshreppi með bikar og verðlaunapening fyrir pílumót, sem hann hefur unnið á síðustu vikum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tíu ára strákur í Grímsnes-og Grafningshreppi hefur vakið mikla athygli fyrir snilli sína í pílukasti en hann hefur verið að keppa á sterkum mótum með fullorðnum og unnið andstæðinga sína með glæsibrag. Það er á bænum Miðengi þar sem þessi flotti ungi efnilegi pílustrákur býr með fjölskyldu sinni. Hér erum við að tala um Þorbjörn Óðinn, sem er ekki nema 10 ára gamall og er hálfgert undrabarn þegar kemur að pílu og að keppa í pílu en hann byrjaði að æfa fyrir fjórum mánuðum síðan. „Við mamma og pabbi vorum að horfa á heimsmeistaramótið einu sinni og ég fór að horfa með þeim. Mér fannst gaman að horfa og svo prófaði ég að kasta og fannst það mjög gaman svo ég ákvað bara að spila meira,” segir Þorbjörn Óðinn. Þorbjörn æfir sig nokkra klukkutíma á dag heima hjá sér og hann hefur strax unnið til fjölda píluverðlauna á mótum í höfuðborginni. „Ég er ný byrjaður í þessu og strax farin að vinna, mér finnst það geggjað,” bætir hann við hlæjandi. Og þú stefnir á að verða Íslandsmeistari eða hvað? „Já, ég hef mikla trú á mér og að ég nái því. Ég fékk nýlega bikar á móti þar sem fullorðnir voru að keppa á móti mér en mér líður mjög vel þegar ég vinn mót,” segir Þorbjörn. Þorbjörn Óðinn býr á bænum Miðengi í Grímsnes- og Grafningshreppi og æfir sig þar nokkra klukkutíma á hverjum degi í pílu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þorbjörn segir að fullorðnir keppendur verið oft mjög hissa að sjá hvað hann er góður í pílu og ekki síst þegar hann er að vinna mót. Það séu allir duglegir að hrósa honum og hvetja hann áfram í íþróttinni. Og fjölskylda Þorbjörns er að sjálfsögðu mjög stolt af honum. „Já, hann er rosalega seigur, hann er ótrúlegur. Hann er líka þannig týpa ef hann ætlar sér eitthvað þá gerir hann það,” segir Sigríður Þorbjörnsdóttir, mamma Þorbjörns Óðins. Og hann hefur verið að vinna í fullorðins flokkum á mótum eða? „Já, um síðustu helgi voru fullorðnir líka og svo hefur hann unnið barnaflokkinn líka í „Ping Pong” móti en hann er ekki búin að taka þátt í öllum mótum á síðasta ári því hann byrjaði bara núna í haust að keppa,” segir Sigríður og bætir við. „Svo er líka, sem hjálpar honum að hann er svo rosalega snöggur að reikna, hann nær bara að finna út hvað hann á mikið eftir, þetta er rosalega mikill hugareikningur. Ég get ekkert hjálpað honum, hann er miklu fljótari en ég að finna út úr þessu. Þetta er líka bara rosalega skemmtileg íþrótt. Ég mæli með að allir prófi pílukast.” Sigríður Þorbjörnsdóttir, mamma Þorbjörns Óðins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Íþróttir barna Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Það er á bænum Miðengi þar sem þessi flotti ungi efnilegi pílustrákur býr með fjölskyldu sinni. Hér erum við að tala um Þorbjörn Óðinn, sem er ekki nema 10 ára gamall og er hálfgert undrabarn þegar kemur að pílu og að keppa í pílu en hann byrjaði að æfa fyrir fjórum mánuðum síðan. „Við mamma og pabbi vorum að horfa á heimsmeistaramótið einu sinni og ég fór að horfa með þeim. Mér fannst gaman að horfa og svo prófaði ég að kasta og fannst það mjög gaman svo ég ákvað bara að spila meira,” segir Þorbjörn Óðinn. Þorbjörn æfir sig nokkra klukkutíma á dag heima hjá sér og hann hefur strax unnið til fjölda píluverðlauna á mótum í höfuðborginni. „Ég er ný byrjaður í þessu og strax farin að vinna, mér finnst það geggjað,” bætir hann við hlæjandi. Og þú stefnir á að verða Íslandsmeistari eða hvað? „Já, ég hef mikla trú á mér og að ég nái því. Ég fékk nýlega bikar á móti þar sem fullorðnir voru að keppa á móti mér en mér líður mjög vel þegar ég vinn mót,” segir Þorbjörn. Þorbjörn Óðinn býr á bænum Miðengi í Grímsnes- og Grafningshreppi og æfir sig þar nokkra klukkutíma á hverjum degi í pílu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þorbjörn segir að fullorðnir keppendur verið oft mjög hissa að sjá hvað hann er góður í pílu og ekki síst þegar hann er að vinna mót. Það séu allir duglegir að hrósa honum og hvetja hann áfram í íþróttinni. Og fjölskylda Þorbjörns er að sjálfsögðu mjög stolt af honum. „Já, hann er rosalega seigur, hann er ótrúlegur. Hann er líka þannig týpa ef hann ætlar sér eitthvað þá gerir hann það,” segir Sigríður Þorbjörnsdóttir, mamma Þorbjörns Óðins. Og hann hefur verið að vinna í fullorðins flokkum á mótum eða? „Já, um síðustu helgi voru fullorðnir líka og svo hefur hann unnið barnaflokkinn líka í „Ping Pong” móti en hann er ekki búin að taka þátt í öllum mótum á síðasta ári því hann byrjaði bara núna í haust að keppa,” segir Sigríður og bætir við. „Svo er líka, sem hjálpar honum að hann er svo rosalega snöggur að reikna, hann nær bara að finna út hvað hann á mikið eftir, þetta er rosalega mikill hugareikningur. Ég get ekkert hjálpað honum, hann er miklu fljótari en ég að finna út úr þessu. Þetta er líka bara rosalega skemmtileg íþrótt. Ég mæli með að allir prófi pílukast.” Sigríður Þorbjörnsdóttir, mamma Þorbjörns Óðins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Íþróttir barna Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira