Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2023 19:28 Áætlað er að bensínlítrinn lækki um tvær krónur og dísill hækki um sjö. Vísir/vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra hyggst leggja fram frumvarp um að hækka kolefnisgjald á eldsneyti og lækka bensíngjald. Breytingin snýr að því að hækka gjöld á dísil en lækka á bensín. Kallað var eftir umsögnum um þessar ætlanir á Samráðsgáttinni á föstudaginn. Í meðfylgjandi gögnum kemur fram að hækkunin á kolefnisgjaldi sé hluti af fyrirhuguðum kerfisbreytingum á skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Meginmarkmiðið sé að endurheimta tekjur af þeim skattstofnum en áformin eiga að vera hlutlaus gagnvart heimilunum og verðbólgu. Það er vegna þess að lækka á bensíngjald til móts við hækkun kolefnisgjalds. „Heildarbreytingin er því til hækkunar á dísil en lækkunar á bensíni,“ segir í skjölum sem fylgja umsagnabeiðninni. Samkvæmt þessum ætlunum á kolefnisgjald að hækka um um það bil fimm krónur á lítra en það fer eftir kolefnisinnihaldi eldsneytistegunda. Við það eiga tekjur ríkisstjóðs að hækka um 3,1 milljarða króna. Bensíngjald á að lækka um sex krónur á lítra, sem myndi fela í sér tekjulækkun fyrir ríkissjóð upp á 0,6 milljarða. Breytingarnar myndu taka gildi í upphaf næsta árs. Skrifstofa skattamála telur metur það svo að breytingarnar muni engin áhrif hafa á vísitölu neysluverðs og að verð á lítra af dísil myndi hækka um sjö krónur og bensínverð myndi lækka um tvær. Styður markmið í loftlagsmálum „Markmið breytinganna er að styðja við metnaðarfull markmið stjórnvalda í loftlagsmálum og auka tekjuöflun ríkissjóðs í ljósi samdráttar á tekjum af skattlagningu ökutækja og eldsneytis,“ segir á Samráðsgáttinni. Þar segir að hækkun kolefnisgjalds sé skilvirk leið til að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og dregur hún einnig úr líkum á að innflytjendur eldsneytis til Íslands þurfi að kaupa loftslagsheimildir í nýju evrópsku viðskiptakerfi með losunarheimildir. Bensín og olía Bílar Alþingi Fjármál heimilisins Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistvænir bílar Orkuskipti Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Kallað var eftir umsögnum um þessar ætlanir á Samráðsgáttinni á föstudaginn. Í meðfylgjandi gögnum kemur fram að hækkunin á kolefnisgjaldi sé hluti af fyrirhuguðum kerfisbreytingum á skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Meginmarkmiðið sé að endurheimta tekjur af þeim skattstofnum en áformin eiga að vera hlutlaus gagnvart heimilunum og verðbólgu. Það er vegna þess að lækka á bensíngjald til móts við hækkun kolefnisgjalds. „Heildarbreytingin er því til hækkunar á dísil en lækkunar á bensíni,“ segir í skjölum sem fylgja umsagnabeiðninni. Samkvæmt þessum ætlunum á kolefnisgjald að hækka um um það bil fimm krónur á lítra en það fer eftir kolefnisinnihaldi eldsneytistegunda. Við það eiga tekjur ríkisstjóðs að hækka um 3,1 milljarða króna. Bensíngjald á að lækka um sex krónur á lítra, sem myndi fela í sér tekjulækkun fyrir ríkissjóð upp á 0,6 milljarða. Breytingarnar myndu taka gildi í upphaf næsta árs. Skrifstofa skattamála telur metur það svo að breytingarnar muni engin áhrif hafa á vísitölu neysluverðs og að verð á lítra af dísil myndi hækka um sjö krónur og bensínverð myndi lækka um tvær. Styður markmið í loftlagsmálum „Markmið breytinganna er að styðja við metnaðarfull markmið stjórnvalda í loftlagsmálum og auka tekjuöflun ríkissjóðs í ljósi samdráttar á tekjum af skattlagningu ökutækja og eldsneytis,“ segir á Samráðsgáttinni. Þar segir að hækkun kolefnisgjalds sé skilvirk leið til að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og dregur hún einnig úr líkum á að innflytjendur eldsneytis til Íslands þurfi að kaupa loftslagsheimildir í nýju evrópsku viðskiptakerfi með losunarheimildir.
Bensín og olía Bílar Alþingi Fjármál heimilisins Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistvænir bílar Orkuskipti Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira