Flúðu á hlaupum eða bíl í fyrstu heimsókn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2023 15:55 Forsvarsmanna Vy-þrifa biðu þessi skilaboð á húsnæðinu í Sóltúni 20 eftir fyrstu heimsókn eftirlitsins þann 26. september. HER Fyrsta heimsókn starfsfólks Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) í geymslurými í kjallaranum í Sóltúni 20 virðist hafa komið fólki á svæðinu í opna skjöldu. Þeir tóku á rás og ekki náðist að ræða við þá. Þetta kemur fram í eftirlitsskýrslu HER um heimsókn eftirlitsins þann 26. september. Grunur lék á um að í húsnæðinu væri ólögleg matvælastarfsemi og ólögleg matvælageymsla. „Þegar mætt var á staðinn var bíll að keyra frá bakhlið hússins en bílstjóra virtist brugðið að sjá heilbrigðisfulltrúa, stuttu seinna hlaupa tveir menn frá bakhlið húss og á bak við runna. Ekki náðist að ræða við þá,“ segir í skýrslunni. Hlutir tengdir matvælastarfsemi voru fyrir utan hurð á bakhlið hússins við rampinn, hlutir eins og matvælabakkar, hrísgrjónapottur, pottur og fleira tengt matvælastarfsemi. Í framhaldinu kom annar bíll keyrandi á svæðið og að rampnum. „En keyrði svo í burtu þegar heilbrigðisfulltrúar reyndu að tala við fólkið í bílnum og báðu þau að opna bílrúðu. Bílstjóri lét eins og hann sæi ekki heilbrigðisfulltrúa og keyrði í burt.“ Fulltrúar HER spurðust fyrir um geymsluhúsnæðið hjá nærliggjandi fyrirtækjum en fengu engar upplýsingar um leigjanda kjallarans. Tekin var ákvörðun um að innsigla húsnæðið með límandi eftirlitsins og skilja eftir skilaboð til ábyrgðaraðila sem síðar kom í ljós að var Vy-þrif hreinsunarþjónusta. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Handskrifuð skýrsla var límd á hurðar húsnæðisins og ábyrgðaraðila bent á að óheimilt væri að fara inn í rýmið og hafa þyrfti samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur áður en farið er í rýmið. Næstu daga átti heilbrigðiseftirlitið eftir að mæta nokkrum sinnum í Sóltúnið, fara inn í rýmið og hitta fulltrúa Vy-þrifa. Í húsnæðinu fundust meðal annars fimm tonn af matvælum sem voru nýkomin til landsins og eftirlitið telur ljóst að staðið hafi til að koma í dreifingu. Þá reyndi starfsfólk Vy-þrifa að koma matvælum undan eftir að hafa boðist til að koma að förgun matvælanna. Eftirlitið telur ljóst að nagdýr hafi nagað göt á marga sekki í geymslunni. Auk þess eru vísbendingar um að fólk hafi gist í rýminu innan um matvælin. Dauðar rottur og mýs fundust í rýminu, göt á fjölmörgu sekkjum og úrgangur úr meindýrum á gólfum. Tjald ofan á sekkjum í geymslurýminu.HER Heilbrigðiseftirlit Lögreglumál Matvælaframleiðsla Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. 9. nóvember 2023 15:03 Telja að matvælum hafi verið dreift úr kjallaranum Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. 7. nóvember 2023 11:51 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira
Þetta kemur fram í eftirlitsskýrslu HER um heimsókn eftirlitsins þann 26. september. Grunur lék á um að í húsnæðinu væri ólögleg matvælastarfsemi og ólögleg matvælageymsla. „Þegar mætt var á staðinn var bíll að keyra frá bakhlið hússins en bílstjóra virtist brugðið að sjá heilbrigðisfulltrúa, stuttu seinna hlaupa tveir menn frá bakhlið húss og á bak við runna. Ekki náðist að ræða við þá,“ segir í skýrslunni. Hlutir tengdir matvælastarfsemi voru fyrir utan hurð á bakhlið hússins við rampinn, hlutir eins og matvælabakkar, hrísgrjónapottur, pottur og fleira tengt matvælastarfsemi. Í framhaldinu kom annar bíll keyrandi á svæðið og að rampnum. „En keyrði svo í burtu þegar heilbrigðisfulltrúar reyndu að tala við fólkið í bílnum og báðu þau að opna bílrúðu. Bílstjóri lét eins og hann sæi ekki heilbrigðisfulltrúa og keyrði í burt.“ Fulltrúar HER spurðust fyrir um geymsluhúsnæðið hjá nærliggjandi fyrirtækjum en fengu engar upplýsingar um leigjanda kjallarans. Tekin var ákvörðun um að innsigla húsnæðið með límandi eftirlitsins og skilja eftir skilaboð til ábyrgðaraðila sem síðar kom í ljós að var Vy-þrif hreinsunarþjónusta. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Handskrifuð skýrsla var límd á hurðar húsnæðisins og ábyrgðaraðila bent á að óheimilt væri að fara inn í rýmið og hafa þyrfti samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur áður en farið er í rýmið. Næstu daga átti heilbrigðiseftirlitið eftir að mæta nokkrum sinnum í Sóltúnið, fara inn í rýmið og hitta fulltrúa Vy-þrifa. Í húsnæðinu fundust meðal annars fimm tonn af matvælum sem voru nýkomin til landsins og eftirlitið telur ljóst að staðið hafi til að koma í dreifingu. Þá reyndi starfsfólk Vy-þrifa að koma matvælum undan eftir að hafa boðist til að koma að förgun matvælanna. Eftirlitið telur ljóst að nagdýr hafi nagað göt á marga sekki í geymslunni. Auk þess eru vísbendingar um að fólk hafi gist í rýminu innan um matvælin. Dauðar rottur og mýs fundust í rýminu, göt á fjölmörgu sekkjum og úrgangur úr meindýrum á gólfum. Tjald ofan á sekkjum í geymslurýminu.HER
Heilbrigðiseftirlit Lögreglumál Matvælaframleiðsla Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. 9. nóvember 2023 15:03 Telja að matvælum hafi verið dreift úr kjallaranum Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. 7. nóvember 2023 11:51 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira
Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. 9. nóvember 2023 15:03
Telja að matvælum hafi verið dreift úr kjallaranum Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. 7. nóvember 2023 11:51