Innlent

„Miklu lengri og harðari skjálftar“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íbúar í Grindavík finna vel fyrir skjálftunum, sérstaklega þessum síðdegis.
Íbúar í Grindavík finna vel fyrir skjálftunum, sérstaklega þessum síðdegis. vísir/vilhelm

Grindvíkingar hafa fundið verulega fyrir síðdegisskjálftum á Reykjanesinu í dag. Stórir skjálftar hafa fundist víða frá því klukkan fjögur í dag.

Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, hefur verið í stöðugu sambandi við sitt fólk en sjálfur er hann ekki í bænum. Hann segir skjálftana svipaða og þá í fyrrinótt sem héldu vöku fyrir íbúum í bænum.

„Þetta eru harðir skjálftar. Það skelfur stöðugt um þessar mundir,“ segir Fannar.

„Þetta er vissulega óþægilegt og þreytandi. Þetta er verra þegar það ber að á nóttunni, þá missir fólk svefn. En þegar skjálftar eru svona stórir og tíðir þá er það vissulega óþægilegt.“

Sirrý Ingólfsdóttir starfar í íþróttamiðstöðinni í Grindavík þar sem krakkarnir æfa íþróttir og íbúar mæta í ræktina og sund.

„Þetta er svolítið mikið. Þetta eru allt öðruvísi jarðskjálftar, miklu lengri og miklu harðari,“ segir Sirrý.

Þetta sé enn þá óþægilegra en skjálftar í aðdraganda síðustu eldgosa.


Tengdar fréttir

Stór skjálfti fannst vel

Nokkuð öflugur jarðskjálfti reið yfir um klukkan tíu mínútur fyrir fimm. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×