Tvær flugvélar eru væntanlegar til landsins rétt fyrir klukkan tvö í nótt og eins og staðan sé núna er starfsemi á flugvellinum í fullum gangi og óbreytt.
Verði eldgos þá verður afmarkaður 220 km hringur utan um eldstöðina sem er lokaður fyrir allri flugumferð þangað til að öskuspá verður gefin út af Veðurstofu. Það tekur innan við klukkustund að gefa spána út og eftir það taka flugfélög ákvarðanir um sínar áætlanir.
Guðjón segir þrjár varaaflsstöðvar vera á flugvellinum og hafa varaaflstöðvar áður verið notaðar í rafmagnsleysi á vellinum. Allar eru þær dísilknúnar. Ef vatn mun ekki berast með einhverjum hætti vegna eldsumbrota þá eru leiðir til að bregðast við því og er unnið að útfærslu þess samkvæmt áætlunum.