Enski boltinn

Caicedo sagði eitt sím­tal hafa sann­fært hann um að hafna Liverpool

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Eitt símtal frá heimsmeistaranum Enzo var nóg til að sannfæra Moises Caicedo.
Eitt símtal frá heimsmeistaranum Enzo var nóg til að sannfæra Moises Caicedo. chelsea

Moises Caicedo varð dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann gekk til liðs við Chelsea í sumar fyrir £115 milljónir, honum bauðst að ganga til liðs við Liverpool skömmu áður eftir að Brighton samþykki £110 milljóna tilboð í leikmanninn en Enzo Fernandes hringdi í Caicedo og sannfærði hann um að hafna því. 

Caicedo sagði í viðtali við Sky Sports að hann hafi hrifist mjög þegar heimsmeistarinn Enzo Fernandes hringdi í hann persónulega og vildi fá hann til liðs við Chelsea. Hann kvaðst ekki sjá eftir ákvörðuninni og nýtur þess vel að spila með Enzo. 

Brighton hafði þá þegar samþykkt tilboð Liverpool í leikmanninn en hann neitaði einfaldlega að ræða við félagið og beið eftir boði frá Chelsea. Þeir höfðu sig alla til við að yfirbjóða Liverpool og gerðu það skömmu síðar þegar þeir buðu Brighton fimm milljónum betur. 

Caicedo fékk ósk sína á endanum uppfyllta og gekk til liðs við Chelsea. Liverpool sótti Wataru Endo og Ryan Gravenberch á lokadegi félagsskiptagluggans í staðinn til að styrkja miðjuna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×