Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Bjarki Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2023 19:26 Maja, Patryk, Sylwia og Gabriel Kunda. Vísir/Steingrímur Dúi Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. Aðrir hafa leitað á samfélagsmiðla. Facebook-hópurinn Aðstoð við Grindvíkinga var stofnaður seint í gærkvöldi og eru meðlimir hópsins orðnir tæplega tólf þúsund talsins. Það var þar sem Sylwia Kunda sá færslu frá manni sem bauð fram parhús sitt á Álftanesi. „Ég skrifaði til hans og hann sagði ekkert mál, þið getið komið strax. Hann hjálpaði okkur ótrúlega mikið. Við komum strax hingað,“ segir Sylwia. Átta í heimili Og þið þekkið þennan mann ekki neitt? „Nei.“ Og hafið aldrei hitt hann? „Aldrei, aldrei.“ Sylwia dvelur nú í húsinu ásamt eiginmanni sínum, börnum þeirra sem eru fjögurra og sex ára, foreldrum hennar, bróður og frænku. „Ég trúði þessu ekki, ég keyrði frá Keflavík til Reykjavíkur og ég trúði þessu ekki. Hvað fólk er gott. Ég þekki marga Pólverja sem eru frá Grindavík og hafa margir fengið hjálp á Selfossi, Þorlákshöfn, Hafnarfirði, Reykjavík,“ segir Sylwia. Forsetinn kom í heimsókn Þau voru nýbúin að koma sér fyrir á Álftanesi þegar fréttastofu bar að garði. Skömmu áður hafði enginn annar en forseti Íslands mætt og rætt við fjölskylduna. Sylwia vonast þó eftir að komast aftur heim sem fyrst. Fjölskyldan ásamt nýjasta nágrannanum, forseta Íslands.Vísir Við erum enn stressuð en samt líður okkur mjög vel. Ég vona að við getum sofið rótt í nótt og ekki verið stressuð um að eitthvað detti á hausinn á okkur. Garðabær Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira
Aðrir hafa leitað á samfélagsmiðla. Facebook-hópurinn Aðstoð við Grindvíkinga var stofnaður seint í gærkvöldi og eru meðlimir hópsins orðnir tæplega tólf þúsund talsins. Það var þar sem Sylwia Kunda sá færslu frá manni sem bauð fram parhús sitt á Álftanesi. „Ég skrifaði til hans og hann sagði ekkert mál, þið getið komið strax. Hann hjálpaði okkur ótrúlega mikið. Við komum strax hingað,“ segir Sylwia. Átta í heimili Og þið þekkið þennan mann ekki neitt? „Nei.“ Og hafið aldrei hitt hann? „Aldrei, aldrei.“ Sylwia dvelur nú í húsinu ásamt eiginmanni sínum, börnum þeirra sem eru fjögurra og sex ára, foreldrum hennar, bróður og frænku. „Ég trúði þessu ekki, ég keyrði frá Keflavík til Reykjavíkur og ég trúði þessu ekki. Hvað fólk er gott. Ég þekki marga Pólverja sem eru frá Grindavík og hafa margir fengið hjálp á Selfossi, Þorlákshöfn, Hafnarfirði, Reykjavík,“ segir Sylwia. Forsetinn kom í heimsókn Þau voru nýbúin að koma sér fyrir á Álftanesi þegar fréttastofu bar að garði. Skömmu áður hafði enginn annar en forseti Íslands mætt og rætt við fjölskylduna. Sylwia vonast þó eftir að komast aftur heim sem fyrst. Fjölskyldan ásamt nýjasta nágrannanum, forseta Íslands.Vísir Við erum enn stressuð en samt líður okkur mjög vel. Ég vona að við getum sofið rótt í nótt og ekki verið stressuð um að eitthvað detti á hausinn á okkur.
Garðabær Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira