Aston Villa í Meistaradeildarbaráttu en Brighton fatast flugið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2023 16:20 John McGinn skoraði eitt marka Villa í dag. Shaun Botterill/Getty Images Aston Villa vann 3-1 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Villa er komið í hörku baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Slakt gengi Brighton & Hove Albion heldur áfram og þá unnu Hamrarnir í West Ham United góðan sigur. Sigur Aston Villa á Fulham var einkar öruggur en liðið komst yfir eftir tæplega hálftíma þökk sé sjálfsmarki vinstri bakvarðar gestanna, Antonee Robinson. Skotinn geðþekki John McGinn tvöfaldaði forystuna áður en fyrri hálfleikur var úti. Eftir rúma klukkustund kom Ollie Watkins heimamönnum 3-0 yfir og gerði endanlega út um leikinn. Litlu máli skipti þó Raul Jímenez hafi minnkað muninn þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Lokatölur á Villa Park 3-1 og heimamenn nú unnið 13 heimaleiki í röð. Aston Villa er í 5. sæti með 25 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Liverpool sem er í 2. sæti deildarinnar. Fulham er í 16. sæti með 12 stig. Thirteen home Premier League wins in a row for @AVFCOfficial pic.twitter.com/hJFYclEn7S— Premier League (@premierleague) November 12, 2023 Þrátt fyrir að komast yfir snemma leiks þökk sé marki Simon Adingra þá þurfti Brighton að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn nýliðum Sheffield United. Mahmoud Dahoud fékk rautt spjald í liði Brighton á 69. mínútu og fimm mínútum síðar jöfnuðu gestirnir þegar Adam Webster setti boltann í eigið net. Eftir góða byrjun á tímabilinu er farið að halla undan fæti hjá Brighton. Brighton er í 8. sæti með 19 stig en Sheffield í næstneðsta sæti með aðeins fimm stig. How important could this be for Sheff Utd? pic.twitter.com/1Iyd0sG7Gz— Premier League (@premierleague) November 12, 2023 David Moyes andar léttar eftir að lærisveinar hans í West Ham unnu 3-2 sigur á Nottingham Forest. Lucas Paquetá kom Hömrunum yfir en Taiwo Awoniyi jafnaði metin fyrir gestina, staðan 1-1 í hálfleik. Anthony Elanga kom gestunum yfir í síðari hálfleik en Jarrod Bowen jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar eftir sendingu James Ward-Prowse. Sá síðarnefndi lagði svo upp sigurmarkið en það skoraði Tomáš Souček á 88. mínútu. Ward-Prowse hefur nú skorað tvö mörk og gefið fimm stoðsendingar í 11 deildarleikjum fyrir Hamrana á leiktíðinni. Lokatölur í Lundúnum 3-2 West Ham í vil. London Stadium plays host to another Premier League thriller pic.twitter.com/bGXZSCiEQ5— Premier League (@premierleague) November 12, 2023 West Ham er í 9. sæti með 17 stig en Forest í 15. sæti með 13 stig. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Salah í stuði þegar Liverpool lyfti sér upp í annað sætið Liverpool er komið í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan sigur á heimavelli gegn Brentford. Mo Salah var á skotskónum fyrir Liverpool í dag. 12. nóvember 2023 15:59 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Sigur Aston Villa á Fulham var einkar öruggur en liðið komst yfir eftir tæplega hálftíma þökk sé sjálfsmarki vinstri bakvarðar gestanna, Antonee Robinson. Skotinn geðþekki John McGinn tvöfaldaði forystuna áður en fyrri hálfleikur var úti. Eftir rúma klukkustund kom Ollie Watkins heimamönnum 3-0 yfir og gerði endanlega út um leikinn. Litlu máli skipti þó Raul Jímenez hafi minnkað muninn þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Lokatölur á Villa Park 3-1 og heimamenn nú unnið 13 heimaleiki í röð. Aston Villa er í 5. sæti með 25 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Liverpool sem er í 2. sæti deildarinnar. Fulham er í 16. sæti með 12 stig. Thirteen home Premier League wins in a row for @AVFCOfficial pic.twitter.com/hJFYclEn7S— Premier League (@premierleague) November 12, 2023 Þrátt fyrir að komast yfir snemma leiks þökk sé marki Simon Adingra þá þurfti Brighton að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn nýliðum Sheffield United. Mahmoud Dahoud fékk rautt spjald í liði Brighton á 69. mínútu og fimm mínútum síðar jöfnuðu gestirnir þegar Adam Webster setti boltann í eigið net. Eftir góða byrjun á tímabilinu er farið að halla undan fæti hjá Brighton. Brighton er í 8. sæti með 19 stig en Sheffield í næstneðsta sæti með aðeins fimm stig. How important could this be for Sheff Utd? pic.twitter.com/1Iyd0sG7Gz— Premier League (@premierleague) November 12, 2023 David Moyes andar léttar eftir að lærisveinar hans í West Ham unnu 3-2 sigur á Nottingham Forest. Lucas Paquetá kom Hömrunum yfir en Taiwo Awoniyi jafnaði metin fyrir gestina, staðan 1-1 í hálfleik. Anthony Elanga kom gestunum yfir í síðari hálfleik en Jarrod Bowen jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar eftir sendingu James Ward-Prowse. Sá síðarnefndi lagði svo upp sigurmarkið en það skoraði Tomáš Souček á 88. mínútu. Ward-Prowse hefur nú skorað tvö mörk og gefið fimm stoðsendingar í 11 deildarleikjum fyrir Hamrana á leiktíðinni. Lokatölur í Lundúnum 3-2 West Ham í vil. London Stadium plays host to another Premier League thriller pic.twitter.com/bGXZSCiEQ5— Premier League (@premierleague) November 12, 2023 West Ham er í 9. sæti með 17 stig en Forest í 15. sæti með 13 stig.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Salah í stuði þegar Liverpool lyfti sér upp í annað sætið Liverpool er komið í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan sigur á heimavelli gegn Brentford. Mo Salah var á skotskónum fyrir Liverpool í dag. 12. nóvember 2023 15:59 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Salah í stuði þegar Liverpool lyfti sér upp í annað sætið Liverpool er komið í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan sigur á heimavelli gegn Brentford. Mo Salah var á skotskónum fyrir Liverpool í dag. 12. nóvember 2023 15:59