Enski boltinn

Kýs að vinna 7-0 en sættir sig við jafn­tefli í dag

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pep á hliðarlínunni í kvöld.
Pep á hliðarlínunni í kvöld. EPA-EFE/DANIEL HAMBURY

„Þetta var góð auglýsing fyrir ensku úrvalsdeildina og skemmtilegur leikur sem bæði lið vildu vinna,“ sagði Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, eftir ótrúlegt 4-4 jafntefli sinna manna við Chelsea á Brúnni í Lundúnum.

Leikurinn var hreint út sagt frábær skemmtun frá og með fyrsta marki leiksins en fram að því stefndi í heldur bragðdaufan leik. Rodri hélt hann hefði unnið leikinn í lokin á venjulegum leiktíma en Cole Palmer jafnaði metin gegn sínum gömlu félögum úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

„Ég bjóst ekki við neinu öðru frá Chelsea sem er með magnað lið og leikmenn. Við vitum að þeir spila sérstaklega vel gegn stóru liðunum. Við tókum leikinn til þeirra en það var erfitt að stjórna honum og þeir voru með gæði í Cole Palmer og Mykhailo Mudryk,“ bætti Pep við.

„Þeir rekja og hlaupa með boltann, þá er erfitt að stjórna leiknm. Þeir voru árásagjarnir. Við vorum með yfirhöndina, komumst tví- eða þrívegis einn á einn gegn markverði þeirra en gátm ekki klárað færin okkar.“

„Jafn leikur og sanngjörn úrslit. Ég óska liðinu til hamingju, við förum inn í landsleikjahléið eftir að hafa tryggt okkur áfram í Meistaradeild Evrópu. Komum til baka eftir hléið og höldum áfram.“

Að lokum var Pep spurður hvort hann sé hrifnari af 1-1 jafnteflum heldur en markasúpu eins og átti sér stað á Brúnni í dag.

„Það er eins og það er. Ég kýs að vinna 7-0 en það er ekki að fara gerast á þessu getustigi, Chelsea er með frábært lið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×