Skytturnar komu til baka gegn Refunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2023 21:01 Alessia Russo skoraði og lagði upp fyrir Arsenal. Nathan Stirk/Getty Images Arsenal kom til baka eftir að lenda 2-0 undir gegn Leicester City í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á Englandi. Englandsmeistarar Chelsea unnu Everton örugglega 3-0 og Manchester United vann lið Dagnýjar Brynjarsdóttir, West Ham United, 5-0. Arsenal lenti óvænt 2-0 undir í kvöld en svaraði með sex mörkum í síðari hálfleik. Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV, minnkaði muninn á 49. mínútu áður en Alessia Russo jafnaði metin þremur mínútum síðar. Caitlin Foord kom Skyttunum yfir á 58. mínútu og Victoria Pelova bætti við fjórða markinu skömmu síðar. Stina Blackstenius bætti við fimmta markinu þegar stundarfjórðungur lifði leiks og Lina Hurtig því sjötta þegar það voru komnar átta mínútur fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 2-6. HT Leicester 2-0 Arsenal49 Leicester 2-1 Arsenal52 Leicester 2-2 Arsenal58 Leicester 2-3 Arsenal61 Leicester 2-4 Arsenal75 Leicester 2-5 Arsenal90+8 Leicester 2-6 ArsenalSIX unanswered goals by Arsenal in the second half to defeat Leicester in the WSL pic.twitter.com/cs7q6YFUwu— B/R Football (@brfootball) November 12, 2023 Það virðist ekki sem fréttir þess efnis að Emma Hayes muni taka við bandaríska kvennalandsliðinu að tímabilinu loknu hafi haft áhrif á Chelsea þegar liðið sótti Everton heim. Jessie Fleming kom Chelsea yfir snemma leiks, Sam Kerr tvöfaldaði forystuna eftir rúma klukkustund og varamaðurinn Agnes Beever-Jones skoraði þriðja markið í þann mund sem venjulegur leiktími rann út, lokatölur í Bítlaborginni 0-3. Three points on the road! #CFCW pic.twitter.com/tghO9rID5r— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) November 12, 2023 Í Manchester var West Ham í heimsókn en Dagný er þó hvergi sjáanleg enda á hún von á sínu öðru barni. Hennar er sárt saknað en brasilíska landsliðskonan Geyse kom Man United yfir eftir aðeins þrjár mínútur en heimakonur gengu svo frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks. Millie Turner tvöfaldaði forystuna á 42. mínútu og Nikita Parris bætti þriðja markinu við í uppbótartíma. Happy birthday dad pic.twitter.com/a37bnMSWn6— Millie Turner (@MillieTurner_) November 12, 2023 Hvorugt lið virtist ætla að skora í síðari hálfleik eða allt þangað til Lucia Garcia skoraði fjórða mark Man Utd á 88. mínútu og Melvine Malard bætti við því fimmta skömmu síðar. Lokatölur í Manchester 5-0 heimaliðinu í vil. Önnur úrslit Tottenham Hotspur 1-1 Liverpool Manchester City 0-1 Brighton & Hove Albion Bristol City 0-2 Aston Villa Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Sjá meira
Arsenal lenti óvænt 2-0 undir í kvöld en svaraði með sex mörkum í síðari hálfleik. Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV, minnkaði muninn á 49. mínútu áður en Alessia Russo jafnaði metin þremur mínútum síðar. Caitlin Foord kom Skyttunum yfir á 58. mínútu og Victoria Pelova bætti við fjórða markinu skömmu síðar. Stina Blackstenius bætti við fimmta markinu þegar stundarfjórðungur lifði leiks og Lina Hurtig því sjötta þegar það voru komnar átta mínútur fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 2-6. HT Leicester 2-0 Arsenal49 Leicester 2-1 Arsenal52 Leicester 2-2 Arsenal58 Leicester 2-3 Arsenal61 Leicester 2-4 Arsenal75 Leicester 2-5 Arsenal90+8 Leicester 2-6 ArsenalSIX unanswered goals by Arsenal in the second half to defeat Leicester in the WSL pic.twitter.com/cs7q6YFUwu— B/R Football (@brfootball) November 12, 2023 Það virðist ekki sem fréttir þess efnis að Emma Hayes muni taka við bandaríska kvennalandsliðinu að tímabilinu loknu hafi haft áhrif á Chelsea þegar liðið sótti Everton heim. Jessie Fleming kom Chelsea yfir snemma leiks, Sam Kerr tvöfaldaði forystuna eftir rúma klukkustund og varamaðurinn Agnes Beever-Jones skoraði þriðja markið í þann mund sem venjulegur leiktími rann út, lokatölur í Bítlaborginni 0-3. Three points on the road! #CFCW pic.twitter.com/tghO9rID5r— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) November 12, 2023 Í Manchester var West Ham í heimsókn en Dagný er þó hvergi sjáanleg enda á hún von á sínu öðru barni. Hennar er sárt saknað en brasilíska landsliðskonan Geyse kom Man United yfir eftir aðeins þrjár mínútur en heimakonur gengu svo frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks. Millie Turner tvöfaldaði forystuna á 42. mínútu og Nikita Parris bætti þriðja markinu við í uppbótartíma. Happy birthday dad pic.twitter.com/a37bnMSWn6— Millie Turner (@MillieTurner_) November 12, 2023 Hvorugt lið virtist ætla að skora í síðari hálfleik eða allt þangað til Lucia Garcia skoraði fjórða mark Man Utd á 88. mínútu og Melvine Malard bætti við því fimmta skömmu síðar. Lokatölur í Manchester 5-0 heimaliðinu í vil. Önnur úrslit Tottenham Hotspur 1-1 Liverpool Manchester City 0-1 Brighton & Hove Albion Bristol City 0-2 Aston Villa
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Sjá meira