Selenskí varar Úkraínumenn við auknum árásum á innviði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2023 03:16 Úkraínskur hermaður við æfingar í Frakklandi. AP/Laurent Cipriani Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur varað Úkraínumenn við auknar árásir Rússa á innviði í landinu nú þegar vetur gengur í garð. Hann segir herinn búinn undir sókn Rússa á austurvígstöðvunum. Ummælin lét forsetinn falla í daglegu ávarpi sínu eftir fyrstu loftárásir Rússa á höfuðborgina Kænugarð í sjö vikur. Selenskí sagði landsmenn verða að búa sig undir auknar dróna- og loftárásir Rússa á innviði næstu misserin og að leggja yrði áherslu á varnir landsins og allt sem Úkraína gæti gert til að komast í gegnum veturinn. Þá þyrfti að auka getu hersins til að takast á við óvininn. Síðasta vetur gerðu Rússar ítrekaðar árásir á orkuinnviði, sem leiddu oftsinnis til raforkuskorts. Orkumálaráðherrann German Galushchenko sagði á laugardag að Úkraínumenn byggju, að óbreyttu, að nægum orkubirgðum til að endast veturinn. Því væri hins vegar ósvarað hvaða áhrif árásir Rússa gætu haft á stöðuna. Forsetinn lofaði „hetjulega“ baráttu hermanna Úkraínu í Avdiivka, sem hafa sætt árásum og sókn Rússa frá því um miðjan október. Bærin er nú rústir einar. Talsmaður Úkraínuhers segir að dregið hafi úr bardögum á jörðu niðri um helgina en loftárásum fjölgað. Harðir bardagar standa einnig yfir umhverfis Bakhmut, sem Rússar náðu á sitt vald í maí. Úkraínumenn hafa sótt fram á svæðinu og náð að frelsa fjölda þorpa í nágrenninu. Þrír yfirmenn innan rússneska hersins eru sagðir hafa látist í sprengingu í Melitopol um helgina, sem hefur verið lýst sem „hefndaraðgerð“ af hálfu úkraínskra andspyrnuhópa. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Ummælin lét forsetinn falla í daglegu ávarpi sínu eftir fyrstu loftárásir Rússa á höfuðborgina Kænugarð í sjö vikur. Selenskí sagði landsmenn verða að búa sig undir auknar dróna- og loftárásir Rússa á innviði næstu misserin og að leggja yrði áherslu á varnir landsins og allt sem Úkraína gæti gert til að komast í gegnum veturinn. Þá þyrfti að auka getu hersins til að takast á við óvininn. Síðasta vetur gerðu Rússar ítrekaðar árásir á orkuinnviði, sem leiddu oftsinnis til raforkuskorts. Orkumálaráðherrann German Galushchenko sagði á laugardag að Úkraínumenn byggju, að óbreyttu, að nægum orkubirgðum til að endast veturinn. Því væri hins vegar ósvarað hvaða áhrif árásir Rússa gætu haft á stöðuna. Forsetinn lofaði „hetjulega“ baráttu hermanna Úkraínu í Avdiivka, sem hafa sætt árásum og sókn Rússa frá því um miðjan október. Bærin er nú rústir einar. Talsmaður Úkraínuhers segir að dregið hafi úr bardögum á jörðu niðri um helgina en loftárásum fjölgað. Harðir bardagar standa einnig yfir umhverfis Bakhmut, sem Rússar náðu á sitt vald í maí. Úkraínumenn hafa sótt fram á svæðinu og náð að frelsa fjölda þorpa í nágrenninu. Þrír yfirmenn innan rússneska hersins eru sagðir hafa látist í sprengingu í Melitopol um helgina, sem hefur verið lýst sem „hefndaraðgerð“ af hálfu úkraínskra andspyrnuhópa.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira