Skjálftarnir aftur á nokkurra kílómetra dýpi Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2023 09:52 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. vísir/arnar Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir jarðskjálftana við Grindavík aftur komna á fjögurra til fimm kílómetra dýpi. Það geti falið í sér að kvikan muni ekki ná upp á yfirborðið að svo stöddu. Hann segir þó erfitt að spá um framhaldið. Rætt var við Þorvald í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að þó svo að þessi hrina gengi yfir án eldgoss, væri ekki útilokað að fá svipaðar hrinur í náinni framtíð og þær gætu endað með eldgosi. „Þetta getur náttúrlega líka náð sér upp aftur. Kannski er enn þá innflæði neðarlega í ganginn, þar sem skjálftarnir eru dýpra og þá er kannski kerfið að hlaðast upp aftur,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði almannavarnir þurfa að svara fyrir það hvort og hvenær Grindvíkingar gætu farið aftur heim. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan. Þorvaldur sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, eftir að sigdalur greindist í Grindavík, að mögulega væri kvikugangurinn þar undir kominn nálægt yfirborðinu, innan bæjarmarka Grindavíkur. Sjá einnig: „Svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér“ Hann segir atburðarásina síðan þá, sérstaklega í gær og í morgun gefa til kynna að staðan væri önnur. „Maður vonar náttúrulega að þetta sé bara að deyja út, fjara út, en við getum ekki útilokað hinn möguleikann. Að þetta fari aftur á hreyfingu og það gæti þá endað í gosi inn í Grindavík.“ Þorvaldur sagði gos einnig geta orðið norðar í gígaröðinni og það væri óskandi, ef eldgos á sér stað. Þorvaldur sagði að skjálftar hefðu oft minnkað fyrir gos og það gæti alveg verið staðan núna. Mögulega sé það óskhyggja í honum að þetta sé að fjara út. Því miður væri ekki hægt að útiloka eldgos enn. Þorvaldur sagði Íslendinga mögulega þurfa að læra að lifa með þeim nýja veruleika að Reykjanesið væri „komið aftur í gang“. Við værum komin inn í nýtt eldgosatímabil. „Þessir atburðir geta endurtekið sig nokkuð oft á næstu nokkur hundruð árum,“ sagði Þorvaldur. „Reynslan segir okkur að þegar þetta fer í gang, fer allt í gang.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Vaktin: „Þær bjargir verða þá til staðar“ Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 „Margir fá sjokk þegar þeir heyra að ég hafi lent í þessu“ Sædís Sif Harðardóttir varð fyrir hrottalegri líkamsárás og frelsissviptingu á heimili sínu í júlí síðastliðnum. Hún tók þá ákvörðun strax í upphafi að tala opinskátt um atburðinn og vonast til þess að geta þannig hjálpað öðrum í sömu sporum. 13. nóvember 2023 08:00 Samantekt: Tíðindalítil nótt að baki en morgunfundir framundan „Biðstaða“ er orð dagsins hvað varðar jarðskjálfta og möguleg eldsumbrot við Grindavík. Skjálftavirknin er söm og hún hefur verið; sífelldir skjálftar en flestir undir 3,0 að stærð. 13. nóvember 2023 06:08 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Rætt var við Þorvald í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að þó svo að þessi hrina gengi yfir án eldgoss, væri ekki útilokað að fá svipaðar hrinur í náinni framtíð og þær gætu endað með eldgosi. „Þetta getur náttúrlega líka náð sér upp aftur. Kannski er enn þá innflæði neðarlega í ganginn, þar sem skjálftarnir eru dýpra og þá er kannski kerfið að hlaðast upp aftur,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði almannavarnir þurfa að svara fyrir það hvort og hvenær Grindvíkingar gætu farið aftur heim. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan. Þorvaldur sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, eftir að sigdalur greindist í Grindavík, að mögulega væri kvikugangurinn þar undir kominn nálægt yfirborðinu, innan bæjarmarka Grindavíkur. Sjá einnig: „Svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér“ Hann segir atburðarásina síðan þá, sérstaklega í gær og í morgun gefa til kynna að staðan væri önnur. „Maður vonar náttúrulega að þetta sé bara að deyja út, fjara út, en við getum ekki útilokað hinn möguleikann. Að þetta fari aftur á hreyfingu og það gæti þá endað í gosi inn í Grindavík.“ Þorvaldur sagði gos einnig geta orðið norðar í gígaröðinni og það væri óskandi, ef eldgos á sér stað. Þorvaldur sagði að skjálftar hefðu oft minnkað fyrir gos og það gæti alveg verið staðan núna. Mögulega sé það óskhyggja í honum að þetta sé að fjara út. Því miður væri ekki hægt að útiloka eldgos enn. Þorvaldur sagði Íslendinga mögulega þurfa að læra að lifa með þeim nýja veruleika að Reykjanesið væri „komið aftur í gang“. Við værum komin inn í nýtt eldgosatímabil. „Þessir atburðir geta endurtekið sig nokkuð oft á næstu nokkur hundruð árum,“ sagði Þorvaldur. „Reynslan segir okkur að þegar þetta fer í gang, fer allt í gang.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Vaktin: „Þær bjargir verða þá til staðar“ Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 „Margir fá sjokk þegar þeir heyra að ég hafi lent í þessu“ Sædís Sif Harðardóttir varð fyrir hrottalegri líkamsárás og frelsissviptingu á heimili sínu í júlí síðastliðnum. Hún tók þá ákvörðun strax í upphafi að tala opinskátt um atburðinn og vonast til þess að geta þannig hjálpað öðrum í sömu sporum. 13. nóvember 2023 08:00 Samantekt: Tíðindalítil nótt að baki en morgunfundir framundan „Biðstaða“ er orð dagsins hvað varðar jarðskjálfta og möguleg eldsumbrot við Grindavík. Skjálftavirknin er söm og hún hefur verið; sífelldir skjálftar en flestir undir 3,0 að stærð. 13. nóvember 2023 06:08 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Vaktin: „Þær bjargir verða þá til staðar“ Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46
„Margir fá sjokk þegar þeir heyra að ég hafi lent í þessu“ Sædís Sif Harðardóttir varð fyrir hrottalegri líkamsárás og frelsissviptingu á heimili sínu í júlí síðastliðnum. Hún tók þá ákvörðun strax í upphafi að tala opinskátt um atburðinn og vonast til þess að geta þannig hjálpað öðrum í sömu sporum. 13. nóvember 2023 08:00
Samantekt: Tíðindalítil nótt að baki en morgunfundir framundan „Biðstaða“ er orð dagsins hvað varðar jarðskjálfta og möguleg eldsumbrot við Grindavík. Skjálftavirknin er söm og hún hefur verið; sífelldir skjálftar en flestir undir 3,0 að stærð. 13. nóvember 2023 06:08