Palmer hefur spilað vel fyrir Chelsea að undanförnu og skorað úr vítaspyrnum í síðustu tveimur leikjum liðsins, í 2-2 jafnteflinu við Tottenham fyrir viku og 4-4 jafnteflinu við City í gær.
Palmer, sem Chelsea keypti frá City fyrir tímabilið, skoraði jöfnunarmark Bláliða gegn Englandsmeisturunum þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Last-gasp opportunity to level the match from the penalty spot? Step up, Cole Palmer pic.twitter.com/3uIE9UXQWt
— Premier League (@premierleague) November 13, 2023
Gareth Southgate hefur nú verðlaunað Palmer fyrir góða frammistöðu í síðustu leikjum með því að velja hann í enska landsliðið fyrir síðustu leiki þess í undankeppni EM 2024. Rico Lewis, átján ára leikmaður City, var einnig valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn. Saman hafa þeir aðeins byrjað 21 leik í ensku úrvalsdeildinni.
England mætir Möltu og Norður-Makedóníu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM. Englendingar eru öruggir með sæti á EM í Þýskalandi á næsta ári.
Palmer, sem er 21 árs, hefur leikið ellefu leiki fyrir Chelsea, skorað fjögur mörk og gefið fjórar stoðsendingar.