Verða sængur og koddar viðriðin næsta Met Gala? Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2023 13:30 Fyrirsæta á sýningu Viktor & Rolf árið 2005 klæðist tískulegum svefnpoka með kodda fasta við hárið. Ætli stjörnurnar skarti einhverju svipuðu á næsta Met Gala? Michel Dufour/WireImage Fyrsta mánudag maí mánaðar koma stjörnurnar árlega saman í glæsilegum klæðnaði í tilefni af viðburðinum Met Gala, sem er gjarnan talinn stærsti tískuviðburður ársins. Met Gala verður haldið á Metropolitan safninu í New York 6. maí næstkomandi og árlega er gefið út ákveðið þema. Viðburðurinn virkar sem svo að stærstu tískuhönnuðir heimsins bjóða stjörnunum að klæðast flíkum eftir sig. Í kjölfar viðburðarins opnar sýning á safninu sem einkennist af þemanu en nýlega gáfu skipuleggjendur viðburðarins út að árið 2024 einkennist hann af einhvers konar endurvakningu á sofandi fegurð, þar sem titillinn er Sleeping Beauties: Reawakening Fashion. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Má gera ráð fyrir að einhver tískutrend verði endurvakin í tilefni af þessu en netverjar hafa leikið sér að því að hugsa hvernig klæðnaður einkennir þemað og velta meðal annars fyrir sér hvort tískurisarnir bjóði stjörnum upp á flíkur sem minna á sæng og kodda. Tónlistarmaðurinn Tommy Ca$h skartaði einmitt slíkum klæðaburði á tískusýningu fyrr á árinu. View this post on Instagram A post shared by TOMM¥ A$H (@tommycashworld) Forsvarsmenn þessarar tískuhátíðar eiga þó eftir að útskýra þemað og bíða tískuunnendur eflaust spenntir eftir að sjá fjölbreyttar útfærslur stærstu hönnuða heims á þemanu. Það verður forvitnilegt að sjá hvort þessi klæðnaður Viktor & Rolf frá árinu 2005 verði endurvakinn á Met Gala næstkomandi vor.Michel Dufour/WireImage Tíska og hönnun Hollywood Menning Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Met Gala verður haldið á Metropolitan safninu í New York 6. maí næstkomandi og árlega er gefið út ákveðið þema. Viðburðurinn virkar sem svo að stærstu tískuhönnuðir heimsins bjóða stjörnunum að klæðast flíkum eftir sig. Í kjölfar viðburðarins opnar sýning á safninu sem einkennist af þemanu en nýlega gáfu skipuleggjendur viðburðarins út að árið 2024 einkennist hann af einhvers konar endurvakningu á sofandi fegurð, þar sem titillinn er Sleeping Beauties: Reawakening Fashion. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Má gera ráð fyrir að einhver tískutrend verði endurvakin í tilefni af þessu en netverjar hafa leikið sér að því að hugsa hvernig klæðnaður einkennir þemað og velta meðal annars fyrir sér hvort tískurisarnir bjóði stjörnum upp á flíkur sem minna á sæng og kodda. Tónlistarmaðurinn Tommy Ca$h skartaði einmitt slíkum klæðaburði á tískusýningu fyrr á árinu. View this post on Instagram A post shared by TOMM¥ A$H (@tommycashworld) Forsvarsmenn þessarar tískuhátíðar eiga þó eftir að útskýra þemað og bíða tískuunnendur eflaust spenntir eftir að sjá fjölbreyttar útfærslur stærstu hönnuða heims á þemanu. Það verður forvitnilegt að sjá hvort þessi klæðnaður Viktor & Rolf frá árinu 2005 verði endurvakinn á Met Gala næstkomandi vor.Michel Dufour/WireImage
Tíska og hönnun Hollywood Menning Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira