Innlent

Rýma bæinn og bíða svo og sjá

Árni Sæberg skrifar
Grindavík hefur verið rýmd.
Grindavík hefur verið rýmd. Vísir/Vilhelm

Verið er að rýma Grindavík í þessum töluðu orðum af öryggisástæðum. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum mældist SO2 gas í gasmælum Veðurstofunnar. Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi áréttar að ekki sé um neyðarrýmingu að ræða. Rýming verði gerð skipulega.

Jakob Guðnason, varaformaður hjálparsveitarinnar Tintron í Grímsnesi, ræddi rýminguna við Lillý Valgerði Pétursdóttur, fréttamann okkar á vettvangi.

Hann segir að Grindvíkingar hafi tekið rýmingunni vel og flesti hafi stokkið strax upp í bíla og brunað af stað þegar tilkynning um rýmingu barst.

„Það var mikið af fólki hérna, mikið af Grindvíkingum sem vildu koma að sækja dótið sitt, dálítið kaótískt á köflum. Við vorum að ná tökum á ástandinu en svo kemur þessi rýming og nú verðum við að bíða og sjá. Ég hef engar frekari fréttir en það.“


Tengdar fréttir

Merki um að gas sé að koma upp

Ástæða þess að ákveðið var að grípa til rýmingar í Grindavík rétt fyrir klukkan þrjú í dag er að gasmælar Veðurstofunnar sýna að gas, brennisteinsdíoxíð SO2, sé að koma upp úr jörðinni nærri Grindavík.

„Þetta verður bara rutt niður“

Siguróli Sigurðsson, íbúi í Grindavík, átti ekki von á því að húsið sitt yrði ónýtt þegar hann mætti aftur til bæjarins í dag til að sækja nauðsynjar. Húsið er sigið og nota þurfti kúbein til að komast inn.

Vinna hafin við varnargarðana

Vinnar er hafin við að reysa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×