Fótbolti

Fær nýjan samning þrátt fyrir að vera í banni fyrir brot á veð­mála­reglum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Nicolo Fagioli hefur skrifað undir nýjan samning við Juventus.
Nicolo Fagioli hefur skrifað undir nýjan samning við Juventus. Daniele Badolato - Juventus FC/Juventus FC via Getty Images

Nicolo Fagioli, leikmaður Juventus, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Nýi samningurinn gildir til ársins 2028, en Fagioli er í banni út yfirstandandi tímabil fyrir bot á veðmálareglum.

Hinn 22 ára gamli Fagioli fær væna launahækkun í nýja samningnum, en hann er af mörgum talinn einn efnilegasti miðjumaður ítalska fótboltans.

Hann lenti þó í veseni fyrr á tímabilinu þegar upp komst um brot hans, og nokkurra annarra ítalskra leikmanna, á veðmálareglum ítalska knattspyrnusambandsins. Meðal þeirra sem voru dæmdir brotlegir voru þeir Nicolo Zaniolo, leikmaður Aston Villa, og Sandro Tonali, leikmaður Newcastle.

Alls fékk Fagiolo tólf mánaða bann, en fimm þeirra eru skiloðrsbundnir. Hann þarf því að fylgjast með liði sínu frá hliðarlínunni í sjö mánuði og verður ekki meira með á yfrstandandi tímabili.

Alls hefur Fagioli leikið 28 leiki fyrir Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur skorað þrjú mörk. Þá á hann að baki einn leik fyrir ítalska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×