Enski boltinn

Eftir­maður Woodwards hættir hjá United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Richard Arnold er á útleið hjá Manchester United.
Richard Arnold er á útleið hjá Manchester United. getty/John Peters

Richard Arnold, framkvæmdastjóri hjá Manchester United, hættir hjá félaginu í árslok. Við starfi hans tekur Patrick Stewart.

Fréttir af brotthvarfi Arnolds koma ekki á óvart en búist var við því að hann myndi yfirgefa United ef Sir Jim Ratcliffe myndi eignast fjórðungshlut í félaginu.

Arnold tók við starfi framkvæmdastjóra United af hinum afar umdeilda Ed Woodward í febrúar á síðasta ári. Hann hættir í árslok eftir sextán ára starf hjá félaginu og Stewart tekur tímabundið við af honum. Hann er aðal lögfræðingur United og á sæti í stjórn félagsins.

Samkvæmt frétt The Athletic gæti Jean-Claude Blanc, fyrrverandi framkvæmdastjóri Juventus, tekið við starfi framkvæmdastjóra United til frambúðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×