Innlent

„Þetta tekur mjög á“

Oddur Ævar Gunnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Anna Lára Guðnadóttir segist upplifa adrenalín í bland við kvíða og stress.
Anna Lára Guðnadóttir segist upplifa adrenalín í bland við kvíða og stress. Vísir

Anna Lára Guðnadóttir freistar þess að komast inn til Grindavíkur að sækja muni fyrir systur sína. Hún er kvíðin og stressuð að sjá hvert ástandið á húsinu er. Systir hennar fór út úr húsinu allslaus á föstudag.

Eins og fram hefur komið hafa Grindvíkingar fengið að sækja nauðsynjar til síns heima í dag, þriðja daginn í röð. Í fyrsta sinn eru tvær leiðir aðgengilegar en aðgangurinn er eingöngu fyrir íbúa sem ekki hafa komist á svæðið.

Líðanin ömurleg

„Hún býr á rauða svæðinu jú, eins og ég skil það,“ segir Anna Lára í samtali við fréttastofu. Hún var tekin tali í bílaröðinni við lokunarpóst í morgun. Anna segist ekki hafa hugmynd hvernig umhorfs er í húsinu.

Hvernig líður systur þinni?

„Bara ömurlega. Eins og okkur öllum. Maður ólst þarna upp. Sterkar taugar þó maður sé ekki búin að búa þarna undan farið. Þetta tekur mjög á.“

Anna Lára segist upplifa kvíða og stress. Hún hefur lista yfir hluti sem systur sína vantar.

„Ég er með lista. Maður bara veit ekki hvernig þetta verður. Það er bara allt. Þær nauðsynjar sem hana vantar. Hún fór allslaus út. Bara allt. Lyf og svona. Það er svo erfitt að segja. Þetta verður bara, hent í það sem við getum bjargað.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×