Niinistö segir aukinn fjölda hælisleitenda hefndaraðgerð Rússa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2023 09:58 Hælitsleitendum frá Rússlandi komið fyrir í bifreiðum til flutnings á móttökumiðstöð í Finnlandi. AP/Lehtikuva/Vesa Moilanen Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hefur heitið því að grípa til afdráttarlausra aðgerða vegna aukins fjölda hælisleitenda sem kemur til landsins frá Rússlandi. Segir hann um að ræða hefndaraðgerðir Rússa vegna samstarfs Finna og Bandaríkjamanna. Venjulega er ríkisborgurum ríkja utan Evrópusambandsins snúið við á landamærum Finnlands en Niinistö sagði í gær að hann teldi að Rússar væru farnir að beina hælisleitendum að landamærastöðvum í Finnlandi til að hefna fyrir fyrirætlun Finna um að undirrita samkomulag í varnarmálum við Bandaríkin. Landamærin Rússlands og Finnlands eru 1.335 kílómetra löng og spennan í samskiptum ríkjanna hefur aukist til muna eftir að Finnar sóttu um og fengu aðild að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Öryggisyfirvöld í Finnlandi hafa meðal annars varað við auknum tilraunum til netnjósna. Á mánudag komu 39 að landamærstöð í suð-austurhluta Finnlands og sóttu um hæli. Á þriðjudag voru hælisleitendur 55 og 74 í gær. Niinistö telur víst að um sé að ræða aðgerð af hálfu Rússa og að gera þurfi ráðstafanir til að mæta fjölguninni. Finnska þingið samþykkti lög í fyrra sem heimila útlendingayfirvöldum að hætta að taka á móti hælisumsóknum ef talið er að um sé að ræða „fjöldaviðburð“ skipulagðan af öðru ríki. Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir ásakanir Niinistö byggja á sandi og þá hefur Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagt þau harma þá ákvörðun Finna að hverfa frá góðu tvíhliða samstarfi. Umfjöllun Guardian um málið. Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Hælisleitendur NATO Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Venjulega er ríkisborgurum ríkja utan Evrópusambandsins snúið við á landamærum Finnlands en Niinistö sagði í gær að hann teldi að Rússar væru farnir að beina hælisleitendum að landamærastöðvum í Finnlandi til að hefna fyrir fyrirætlun Finna um að undirrita samkomulag í varnarmálum við Bandaríkin. Landamærin Rússlands og Finnlands eru 1.335 kílómetra löng og spennan í samskiptum ríkjanna hefur aukist til muna eftir að Finnar sóttu um og fengu aðild að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Öryggisyfirvöld í Finnlandi hafa meðal annars varað við auknum tilraunum til netnjósna. Á mánudag komu 39 að landamærstöð í suð-austurhluta Finnlands og sóttu um hæli. Á þriðjudag voru hælisleitendur 55 og 74 í gær. Niinistö telur víst að um sé að ræða aðgerð af hálfu Rússa og að gera þurfi ráðstafanir til að mæta fjölguninni. Finnska þingið samþykkti lög í fyrra sem heimila útlendingayfirvöldum að hætta að taka á móti hælisumsóknum ef talið er að um sé að ræða „fjöldaviðburð“ skipulagðan af öðru ríki. Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir ásakanir Niinistö byggja á sandi og þá hefur Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagt þau harma þá ákvörðun Finna að hverfa frá góðu tvíhliða samstarfi. Umfjöllun Guardian um málið.
Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Hælisleitendur NATO Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira