Niinistö segir aukinn fjölda hælisleitenda hefndaraðgerð Rússa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2023 09:58 Hælitsleitendum frá Rússlandi komið fyrir í bifreiðum til flutnings á móttökumiðstöð í Finnlandi. AP/Lehtikuva/Vesa Moilanen Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hefur heitið því að grípa til afdráttarlausra aðgerða vegna aukins fjölda hælisleitenda sem kemur til landsins frá Rússlandi. Segir hann um að ræða hefndaraðgerðir Rússa vegna samstarfs Finna og Bandaríkjamanna. Venjulega er ríkisborgurum ríkja utan Evrópusambandsins snúið við á landamærum Finnlands en Niinistö sagði í gær að hann teldi að Rússar væru farnir að beina hælisleitendum að landamærastöðvum í Finnlandi til að hefna fyrir fyrirætlun Finna um að undirrita samkomulag í varnarmálum við Bandaríkin. Landamærin Rússlands og Finnlands eru 1.335 kílómetra löng og spennan í samskiptum ríkjanna hefur aukist til muna eftir að Finnar sóttu um og fengu aðild að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Öryggisyfirvöld í Finnlandi hafa meðal annars varað við auknum tilraunum til netnjósna. Á mánudag komu 39 að landamærstöð í suð-austurhluta Finnlands og sóttu um hæli. Á þriðjudag voru hælisleitendur 55 og 74 í gær. Niinistö telur víst að um sé að ræða aðgerð af hálfu Rússa og að gera þurfi ráðstafanir til að mæta fjölguninni. Finnska þingið samþykkti lög í fyrra sem heimila útlendingayfirvöldum að hætta að taka á móti hælisumsóknum ef talið er að um sé að ræða „fjöldaviðburð“ skipulagðan af öðru ríki. Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir ásakanir Niinistö byggja á sandi og þá hefur Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagt þau harma þá ákvörðun Finna að hverfa frá góðu tvíhliða samstarfi. Umfjöllun Guardian um málið. Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Hælisleitendur NATO Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Venjulega er ríkisborgurum ríkja utan Evrópusambandsins snúið við á landamærum Finnlands en Niinistö sagði í gær að hann teldi að Rússar væru farnir að beina hælisleitendum að landamærastöðvum í Finnlandi til að hefna fyrir fyrirætlun Finna um að undirrita samkomulag í varnarmálum við Bandaríkin. Landamærin Rússlands og Finnlands eru 1.335 kílómetra löng og spennan í samskiptum ríkjanna hefur aukist til muna eftir að Finnar sóttu um og fengu aðild að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Öryggisyfirvöld í Finnlandi hafa meðal annars varað við auknum tilraunum til netnjósna. Á mánudag komu 39 að landamærstöð í suð-austurhluta Finnlands og sóttu um hæli. Á þriðjudag voru hælisleitendur 55 og 74 í gær. Niinistö telur víst að um sé að ræða aðgerð af hálfu Rússa og að gera þurfi ráðstafanir til að mæta fjölguninni. Finnska þingið samþykkti lög í fyrra sem heimila útlendingayfirvöldum að hætta að taka á móti hælisumsóknum ef talið er að um sé að ræða „fjöldaviðburð“ skipulagðan af öðru ríki. Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir ásakanir Niinistö byggja á sandi og þá hefur Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagt þau harma þá ákvörðun Finna að hverfa frá góðu tvíhliða samstarfi. Umfjöllun Guardian um málið.
Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Hælisleitendur NATO Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira