Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum. Þar segir að útibú bankans í bænum sé innan skilgreinds hættusvæðis.
Áður hafi bankinn gert ráð fyrir því að geta flutt þau úr útibúinu í fyrradag en það hafi ekki orðið vegna breytinga á hættumati.
Bankinn segir að hratt og örugglega hafi gengið að fjarlæga geymsluhólfin og flytja þau til Reykjavíkur í gær. Tekið er fram að hólfin séu óskemmd og að bankinn hafi ekki þurft að opna þau vegna flutninganna.