Grindvíkingum boðið í sund, á söfn og á íþróttaæfingar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 15:36 Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur og Dagur B Eggertsson, borgarstjóri féllust í faðma við ráðhús Reykjavíkur í dag. Reykjavíkurborg Borgarráð samþykkti í dag að greitt yrði fyrir aðgengi Grindvíkinga að fjölbreyttri þjónustu í Reykjavík. Þá var verkaskipting varðandi skólamál til umræðu. Fáni Grindavíkurbæjar var dreginn að húni við Ráðhúsið. Starfsfólk á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar hefur komið sér upp aðstöðu á annarri hæð Ráðhúss Reykjavíkur. Í dag bauð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur Grindvíkinga formlega velkomna. „Fólk áttar sig oft ekki á því fyrr en á raunastundu hvað starfsemi sveitarfélaga er mikið lím í samfélaginu. Við viljum vera til staðar eftir fremsta megni og ég dáist að Fannari [Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur] og samstarfsfólki hans vegna framgöngu þeirra síðustu daga,“ sagði Dagur af því tilefni. Fannar þakkaði ómetanlegan stuðning og drógu þeir Dagur fána Grindavíkur að húni í sameiningu. Grindvíkingum boðið í sund, á söfn og á íþróttaæfingar Á fundi borgarráðs í morgun var fagsviðum borgarinnar og miðlægri stjórnsýslu falið að útfæra tillögur til að greiða aðgengi íbúa Grindavíkur að þjónustu Reykjavíkurborgar eins og kostur er og í samræmi við formlegar óskir almannavarna. Borgarráð Reykjavíkur sendir bæjarstjórn Grindavíkur og Grindvíkingum öllum innilegar samstöðukveðjur vegna þeirra alvarlegu atburða sem hafa átt sér stað í Grindavík og óvissunnar sem nú ríkir þar. Fáni Grindavíkur var dreginn að húni við ráðhúsið fyrr í dag.Reykjavíkurborg „Þá verður Grindvíkingum boðið að nýta sundlaugar borgarinnar og söfn sér að endurgjaldslausu og gildir hið sama um Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Börnum og ungmennum verður boðið á æfingar hjá íþróttafélögum án endurgjalds í samstarfi við ÍBR og UMFG og sérstaklega skoðað hvort koma megi á æfingum á vegum UMFG í samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu. Verkaskipting í skólamálum Þá var ákveðið að setja upp verkaskiptinu milli sveitafélaganna þegar kemur að skólamálum. Sveitarfélögin setji fólk í teymi eins og þaju hafi ráðrúm til. Verkaskiptingin er eftirfarandi: Reykjavíkurborg: Grunnskólamál og frístundaheimili (þar með talinn búnaður). Mosfellsbær: Leikskólamál. Hafnarfjörður: Málefni barna af erlendum uppruna og börn í viðkvæmri stöðu. Kópavogur: Félagsmiðstöðvar unglinga og málefni ungmenna. Garðabær: Íþróttir, tónlistarskólar og annað æskulýðsstarf. Horft er til þess að Reykjanesið, Árborg og Ölfus verði með í þessari vinnu ef það hentar þeim sem og fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Starfsfólk á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, Þorsteini Gunnarssyni borgarritara og Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur. Reykjavíkurborg Grindavík Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Borgarstjórn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Starfsfólk á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar hefur komið sér upp aðstöðu á annarri hæð Ráðhúss Reykjavíkur. Í dag bauð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur Grindvíkinga formlega velkomna. „Fólk áttar sig oft ekki á því fyrr en á raunastundu hvað starfsemi sveitarfélaga er mikið lím í samfélaginu. Við viljum vera til staðar eftir fremsta megni og ég dáist að Fannari [Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur] og samstarfsfólki hans vegna framgöngu þeirra síðustu daga,“ sagði Dagur af því tilefni. Fannar þakkaði ómetanlegan stuðning og drógu þeir Dagur fána Grindavíkur að húni í sameiningu. Grindvíkingum boðið í sund, á söfn og á íþróttaæfingar Á fundi borgarráðs í morgun var fagsviðum borgarinnar og miðlægri stjórnsýslu falið að útfæra tillögur til að greiða aðgengi íbúa Grindavíkur að þjónustu Reykjavíkurborgar eins og kostur er og í samræmi við formlegar óskir almannavarna. Borgarráð Reykjavíkur sendir bæjarstjórn Grindavíkur og Grindvíkingum öllum innilegar samstöðukveðjur vegna þeirra alvarlegu atburða sem hafa átt sér stað í Grindavík og óvissunnar sem nú ríkir þar. Fáni Grindavíkur var dreginn að húni við ráðhúsið fyrr í dag.Reykjavíkurborg „Þá verður Grindvíkingum boðið að nýta sundlaugar borgarinnar og söfn sér að endurgjaldslausu og gildir hið sama um Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Börnum og ungmennum verður boðið á æfingar hjá íþróttafélögum án endurgjalds í samstarfi við ÍBR og UMFG og sérstaklega skoðað hvort koma megi á æfingum á vegum UMFG í samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu. Verkaskipting í skólamálum Þá var ákveðið að setja upp verkaskiptinu milli sveitafélaganna þegar kemur að skólamálum. Sveitarfélögin setji fólk í teymi eins og þaju hafi ráðrúm til. Verkaskiptingin er eftirfarandi: Reykjavíkurborg: Grunnskólamál og frístundaheimili (þar með talinn búnaður). Mosfellsbær: Leikskólamál. Hafnarfjörður: Málefni barna af erlendum uppruna og börn í viðkvæmri stöðu. Kópavogur: Félagsmiðstöðvar unglinga og málefni ungmenna. Garðabær: Íþróttir, tónlistarskólar og annað æskulýðsstarf. Horft er til þess að Reykjanesið, Árborg og Ölfus verði með í þessari vinnu ef það hentar þeim sem og fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Starfsfólk á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, Þorsteini Gunnarssyni borgarritara og Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur. Reykjavíkurborg
Grindavík Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Borgarstjórn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira