Stærsti spítali Gasa rýmdur og tugir drepnir í flóttamannabúðum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. nóvember 2023 23:56 Palestínumenn flytja slasaða konu úr rústum flóttamannabúða eftir loftárás Ísraelshers við bæinn Khan Younis í suðurhluta Gasa. AP Meira en hundrað manns létu lífið í þremur loftárásum Ísraelshers í dag. Þá var um 120 manns gert að yfirgefa stærsta spítala Gasastrandarinnar vegna húsleitar Ísraelshers. Hundruðir sjúklinga, starfsfólks og aðstandenda rýmdu stærsta spítalann á Gasastöndinni í dag á meðan menn Ísraelshers leituðu af sér grun að stjórnstöð Hamas-samtakanna sem þeir telja að sé staðsett undir spítalanum. Bæði Hamas-liðar og starfsfólk spítalans hafa neitað að samtökin starfi undir spítalanum. Minnst fimmtíu eru taldir af eftir loftárás á Jabaliya flóttamannabúðirnar í norðurhluta Gasa í dag. Skotmark árásarinnar var skóli sem rekinn hefur verið af Sameinuðu þjóðunum. Skólinn eyðilagðist mikið, að sögn slasaðra sjónarvotta sem AP ræddi við. Önnur loftárás sem gerð var á nærliggjandi byggingu varð minnst 32 að bana, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas. Þar af voru nítján börn drepin. Ísraelsher kvaðst hafa varað íbúa Gasa við loftárásinni í samfélagsmiðlafærslu. Að einungis hefði verið skotið í þeim tilgangi að fella hryðjuverkamenn Hamas. Snemma í morgun var gerð loftárás rétt fyrir utan bæinn Khan Younis í suðurhluta Gasa. Minnst 26 létu lífið. Því má ætla að minnst 108 manns hafi látist í sprenginum Ísraelshers í dag. „Flóttamannabúðir eru gerðar fyrir öryggi. Skólar eru gerðir til þess að læra. Hryllilegar fréttir af börnunum, konunum og mönnunum sem létust meðan þau dvöldu í al-Fakhouri skólanum í norðurhluta Gasa,“ sagði Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á X í dag. „Óbreyttir borgarar geta ekki og eiga ekki að þurfa að sætta sig við þetta.“ Shelters are a place for safety.Schools are a place for learning. Tragic news of the children, women and men killed while sheltering at Al Fakhouri school in northern Gaza. Civilians cannot and should not have to bear this any longer. Humanity needs to prevail.— Martin Griffiths (@UNReliefChief) November 18, 2023 Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Hundruðir sjúklinga, starfsfólks og aðstandenda rýmdu stærsta spítalann á Gasastöndinni í dag á meðan menn Ísraelshers leituðu af sér grun að stjórnstöð Hamas-samtakanna sem þeir telja að sé staðsett undir spítalanum. Bæði Hamas-liðar og starfsfólk spítalans hafa neitað að samtökin starfi undir spítalanum. Minnst fimmtíu eru taldir af eftir loftárás á Jabaliya flóttamannabúðirnar í norðurhluta Gasa í dag. Skotmark árásarinnar var skóli sem rekinn hefur verið af Sameinuðu þjóðunum. Skólinn eyðilagðist mikið, að sögn slasaðra sjónarvotta sem AP ræddi við. Önnur loftárás sem gerð var á nærliggjandi byggingu varð minnst 32 að bana, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas. Þar af voru nítján börn drepin. Ísraelsher kvaðst hafa varað íbúa Gasa við loftárásinni í samfélagsmiðlafærslu. Að einungis hefði verið skotið í þeim tilgangi að fella hryðjuverkamenn Hamas. Snemma í morgun var gerð loftárás rétt fyrir utan bæinn Khan Younis í suðurhluta Gasa. Minnst 26 létu lífið. Því má ætla að minnst 108 manns hafi látist í sprenginum Ísraelshers í dag. „Flóttamannabúðir eru gerðar fyrir öryggi. Skólar eru gerðir til þess að læra. Hryllilegar fréttir af börnunum, konunum og mönnunum sem létust meðan þau dvöldu í al-Fakhouri skólanum í norðurhluta Gasa,“ sagði Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á X í dag. „Óbreyttir borgarar geta ekki og eiga ekki að þurfa að sætta sig við þetta.“ Shelters are a place for safety.Schools are a place for learning. Tragic news of the children, women and men killed while sheltering at Al Fakhouri school in northern Gaza. Civilians cannot and should not have to bear this any longer. Humanity needs to prevail.— Martin Griffiths (@UNReliefChief) November 18, 2023
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira