Handtóku mann og losnuðu svo ekki við hann Árni Sæberg skrifar 19. nóvember 2023 07:41 Maðurinn fékk að gista á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fyrir ómakið. Vísir/Vilhelm Karlmaður var handtekinn í gærkvöldi fyrir ógnandi tilburði og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Eftir að varðstjóri hafði rætt við manninn á lögreglustöð var hann hvattur til að fara heim til sín að hvíla sig. Hann kom í tvígang aftur á lögreglustöðina og endaði á því að fá að gista fangageymslur. Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina segir að tilkynning hafi borist vegna slasaðs manns í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði hafi maðurinn verið þar með fulla meðvitund en augljóslega undir miklum áhrifum áfengis. Honum hefðu verið meinaður aðgangur að veitingastað, þar sem hann ætlaði að nálgast jakkann sinn. Snerist hugur Maðurinn hafi verið ógnandi og ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu og hann því fluttur úr aðstæðunum á lögreglustöð til frekari viðræðna. Þar hafi hann rætt við vakthafandi varðstjóra um málsatvik, sem hafi verið afar óljós vegna ölvunar. Þá hafi hann verið hvattur til þess að fara heim til sín að hvíla sig, sem hann hafi og samþykkt. Hann hafi því verið laus úr haldi lögreglu og honum fylgt út af lóð lögreglu. „Snerist honum greinilega hugur, gekk inn á lokað svæði lögreglu og byrjaði að berja á dyr lögreglustöðvarinnar.“ Settist niður og neitaði að fara Lögreglumenn hafi þá gefið sig aftur á tal við manninn og sannfært hann um að fara heim að hvíla sig. Að viðræðum loknum hafi viðkomandi farið út af athafnasvæði lögreglunnar, sest í innkeyrslu lögreglustöðvarinnar og neitað að fara. „Sökum ástands var ákveðið að vista hann fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu en það var mat varðstjóra að aðilinn væri ekki hæfur til þess að vera einn og óstuddur meðal almennings í því ölvunarástandi sem hann hafði komið sér í.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina segir að tilkynning hafi borist vegna slasaðs manns í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði hafi maðurinn verið þar með fulla meðvitund en augljóslega undir miklum áhrifum áfengis. Honum hefðu verið meinaður aðgangur að veitingastað, þar sem hann ætlaði að nálgast jakkann sinn. Snerist hugur Maðurinn hafi verið ógnandi og ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu og hann því fluttur úr aðstæðunum á lögreglustöð til frekari viðræðna. Þar hafi hann rætt við vakthafandi varðstjóra um málsatvik, sem hafi verið afar óljós vegna ölvunar. Þá hafi hann verið hvattur til þess að fara heim til sín að hvíla sig, sem hann hafi og samþykkt. Hann hafi því verið laus úr haldi lögreglu og honum fylgt út af lóð lögreglu. „Snerist honum greinilega hugur, gekk inn á lokað svæði lögreglu og byrjaði að berja á dyr lögreglustöðvarinnar.“ Settist niður og neitaði að fara Lögreglumenn hafi þá gefið sig aftur á tal við manninn og sannfært hann um að fara heim að hvíla sig. Að viðræðum loknum hafi viðkomandi farið út af athafnasvæði lögreglunnar, sest í innkeyrslu lögreglustöðvarinnar og neitað að fara. „Sökum ástands var ákveðið að vista hann fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu en það var mat varðstjóra að aðilinn væri ekki hæfur til þess að vera einn og óstuddur meðal almennings í því ölvunarástandi sem hann hafði komið sér í.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira