Körfubolti

Gæsa­húðar­mynd­band Grinda­víkur: „Grind­víkingar gefast ekki upp“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Grindvíkingar standa saman.
Grindvíkingar standa saman. Vísir/Hulda Margrét

„Alveg svakalega stoltur, það vita flest að ég er aðfluttur en ég upplifi sjálfan mig sem 100 prósent Grindvíking. Þetta er mitt heimili, þetta er þar sem börnin mín fæðast og alast upp,“ sagði tilfinningaríkur Ómar Sævarsson í síðasta þætti Körfuboltakvölds.

Á laugardag léku meistaraflokkar Grindavíkur tvo „heimaleiki“ í Subway-deildunum í körfubolta en leikirnir fóru fram í Smáranum í Kópavogi.

Báðir leikirnir unnust en það var ef til vill ekki það sem stóð helst upp úr deginum enda Grindvíkingar að ganga í gegnum svo miklu meira en það sem gerist inn á íþróttavelli. Íþróttir geta hins vegar sameinað fólk og það gerði körfuboltinn á laugardaginn var.

„Að sjá svona myndband, maður er hálf klökkur eftir þetta,“ bætti Ómar við en myndbandið í heild sinni má sjá hér að neðan.

Klippa: Gæsa­húðar­mynd­band Grinda­víkur: Grind­víkingar gefast ekki upp

„Grindvíkingar gefast ekki upp, þessi bær er byggður upp af fólki sem gefst ekki upp,“ sagði Ómar einnig en eldræðu hans um Grindavík og fólkið þar má einnig sjá í spilaranum hér að ofan. Teitur Örlygsson lagði einnig orð í belg.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×