Einkunnir Íslands gegn Portúgal: Hákon Rafn framúrskarandi þrátt fyrir mistök í markinu Íþróttadeild Vísis skrifar 19. nóvember 2023 21:56 Hákon Rafn og Bruno Fernandes. David S. Bustamante/Getty Images Ísland tapaði síðasta leik sínum í undankeppni EM 2024 gegn Portúgal ytra, 2-0. Heilt yfir átti íslenska liðið fínan leik og spilaði mun betur en í síðasta leik gegn Slóvakíu. Tveir menn enduðu jafnir með hæstu einkunn, Hákon Rafn og Arnór Sigurðsson. Báðir áttu þeir frábæran leik, en lækkuðu aðeins í einkunn eftir mistök sem leiddu að marki. Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [7] Spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir A-landsliðið í kvöld. Feykigóð frammistaða hjá honum þar til kom að öðru markinu. Þar missti hann boltann klaufalega frá sér eftir fast skot við markteiginn sem skoppaði beint til hans. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður [5] Færður í bakvarðarstöðuna eftir slakan leik gegn Slóvakíu. Spilaði samt á köflum sem þriðji miðvörður liðsins, dró sig mun lengra til baka en Guðmundur sem var vinstra megin, þáði mikla hjálparvörn og vogaði sér sjaldan í einn á einn stöður gegn vængmönnum Portúgal. Átti nokkuð margar misheppnaðar sendingar. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður [6] Traustvekjandi í öftustu línu. Gerðist ekki sekur um nein mistök og hélt einbeitingu allan leikinn. Hjörtur Hermannsson, miðvörður [6] Svipað og hjá Sverri er ekkert út á hann að setja. Bæði mörk Portúgal koma eftir spil upp vængina þar sem þeir báru enga sök. Guðmundur Þórarinsson, vinstri bakvörður [6] Fékk afar erfitt verkefni í sínum fyrsta landsleik í rúmlega eitt ár. Portúgalarnir sóttu mikið upp hægra megin, stórstjörnunar Bruno Fernandes og Bernardo Silva tvímenndu oftast á hann og komust margsinnis framhjá honum, en Guðmundur varðist eins vel og mögulegt er gegn slíkum hæfileikabúntum. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður [5] Fékk gult sjald um miðjan fyrri hálfleik þegar hann klippti Joao Cancelo niður og stöðvaði hættulega sókn Portúgals. Sást annars lítið til hans eftir það. Tókst að koma markverði Portúgal í smá vandræði með góðu skoti að marki, en var svo tekinn af velli skömmu síðar. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [5] Stóð sig ágætlega í að skapa eða finna pláss á miðsvæðinu, reyndi að koma boltanum fram völlinn og átti nokkrar góðar sendingar upp í efstu línu. Willum Þór Willumsson, framliggjandi miðjumaður [6] Hljóp upp og niður endalaust, spilaði raunar sem annar framherji við hliðina á Alfreði en skilaði sér alltaf til baka. Jón Dagur Þorsteinsson, hægri kantur [6] Sinnti varnarvinnunni vel, hjálpaði mikið til baka og fékk það verðuga verkefni að dekka Ronaldo í föstum leikatriðum. Þeir lentu í smá stympingum þar sem Jón sýndi leiklistarhæfileika sína, reif svo kjaft við dómarann og fékk gult spjald að launum. Komst afar lítið á boltann fram á við. Arnór Sigurðsson, vinstri kantur [7] Sprækur og kraftmikill að vana, skapaði fín færi í upphafi leiks en nýtingin ekki góð. Lokaði skoti Bruno Fernandes illa í fyrsta markinu, lengi að stíga upp og skildi fjærhornið eftir galopið fyrir hann. Alfreð Finnbogason, framherji [6] Tekinn af velli í hálfleik. Ekkert út á hans frammistöðu að setja en lítið um hana að segja, náði að snerta boltann fimm sinnum í heildina. Vann annað af tveimur skallaeinvígum sem hann stökk upp í og battaði boltann vel niður á Arnór í eitt skiptið. Varamenn Orri Steinn Óskarsson kom inn fyrir Alfreð Finnbogason í hálfleik [6] Besti leikmaður liðsins í síðasta leik en var ekki treyst fyllilega fyrir verkefni kvöldsins. Spilaði þó allan seinni hálfleikinn og fékk stórhættulegt færi á lokamínútum leiksins en tókst ekki að koma boltanum í netið. Arnór Ingvi Traustason kom inn fyrir Ísak Bergmann á 61. mínútu [6] Komst lítið í snertingu við boltann, líkt og aðrir. Fylgdi færi Orra Steins eftir með frábæru skoti sem hafnaði í þverslánni. Andri Lucas Guðjohnsen kom inn fyrir Willum Þór á 61. mínútu [5] Fín innkoma hjá honum, tengdi vel við Orra en líkt og mátti búast við var fátt um marktækifæri fyrir hann. Mikael Egill Ellertsson kom inn fyrir Jón Dag á 61. mínútu [6] Átti fína spretti fram á við og klikkaði ekki á einni sendingu. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Í beinni: Portúgal - Ísland | Hvernig takast strákarnir á við Ronaldo? Ísland lék í kvöld sinn síðasta leik í undankeppninni fyrir EM 2024 í fótbolta er liðið sótti Portúgal heim. Heimamenn unnu 2-0 sigur og áttu því fullkomna undankeppni en þeir unnu alla tíu leiki sína. Ísland endaði í 4. sæti J-riðils með tíu stig. 19. nóvember 2023 21:40 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [7] Spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir A-landsliðið í kvöld. Feykigóð frammistaða hjá honum þar til kom að öðru markinu. Þar missti hann boltann klaufalega frá sér eftir fast skot við markteiginn sem skoppaði beint til hans. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður [5] Færður í bakvarðarstöðuna eftir slakan leik gegn Slóvakíu. Spilaði samt á köflum sem þriðji miðvörður liðsins, dró sig mun lengra til baka en Guðmundur sem var vinstra megin, þáði mikla hjálparvörn og vogaði sér sjaldan í einn á einn stöður gegn vængmönnum Portúgal. Átti nokkuð margar misheppnaðar sendingar. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður [6] Traustvekjandi í öftustu línu. Gerðist ekki sekur um nein mistök og hélt einbeitingu allan leikinn. Hjörtur Hermannsson, miðvörður [6] Svipað og hjá Sverri er ekkert út á hann að setja. Bæði mörk Portúgal koma eftir spil upp vængina þar sem þeir báru enga sök. Guðmundur Þórarinsson, vinstri bakvörður [6] Fékk afar erfitt verkefni í sínum fyrsta landsleik í rúmlega eitt ár. Portúgalarnir sóttu mikið upp hægra megin, stórstjörnunar Bruno Fernandes og Bernardo Silva tvímenndu oftast á hann og komust margsinnis framhjá honum, en Guðmundur varðist eins vel og mögulegt er gegn slíkum hæfileikabúntum. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður [5] Fékk gult sjald um miðjan fyrri hálfleik þegar hann klippti Joao Cancelo niður og stöðvaði hættulega sókn Portúgals. Sást annars lítið til hans eftir það. Tókst að koma markverði Portúgal í smá vandræði með góðu skoti að marki, en var svo tekinn af velli skömmu síðar. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [5] Stóð sig ágætlega í að skapa eða finna pláss á miðsvæðinu, reyndi að koma boltanum fram völlinn og átti nokkrar góðar sendingar upp í efstu línu. Willum Þór Willumsson, framliggjandi miðjumaður [6] Hljóp upp og niður endalaust, spilaði raunar sem annar framherji við hliðina á Alfreði en skilaði sér alltaf til baka. Jón Dagur Þorsteinsson, hægri kantur [6] Sinnti varnarvinnunni vel, hjálpaði mikið til baka og fékk það verðuga verkefni að dekka Ronaldo í föstum leikatriðum. Þeir lentu í smá stympingum þar sem Jón sýndi leiklistarhæfileika sína, reif svo kjaft við dómarann og fékk gult spjald að launum. Komst afar lítið á boltann fram á við. Arnór Sigurðsson, vinstri kantur [7] Sprækur og kraftmikill að vana, skapaði fín færi í upphafi leiks en nýtingin ekki góð. Lokaði skoti Bruno Fernandes illa í fyrsta markinu, lengi að stíga upp og skildi fjærhornið eftir galopið fyrir hann. Alfreð Finnbogason, framherji [6] Tekinn af velli í hálfleik. Ekkert út á hans frammistöðu að setja en lítið um hana að segja, náði að snerta boltann fimm sinnum í heildina. Vann annað af tveimur skallaeinvígum sem hann stökk upp í og battaði boltann vel niður á Arnór í eitt skiptið. Varamenn Orri Steinn Óskarsson kom inn fyrir Alfreð Finnbogason í hálfleik [6] Besti leikmaður liðsins í síðasta leik en var ekki treyst fyllilega fyrir verkefni kvöldsins. Spilaði þó allan seinni hálfleikinn og fékk stórhættulegt færi á lokamínútum leiksins en tókst ekki að koma boltanum í netið. Arnór Ingvi Traustason kom inn fyrir Ísak Bergmann á 61. mínútu [6] Komst lítið í snertingu við boltann, líkt og aðrir. Fylgdi færi Orra Steins eftir með frábæru skoti sem hafnaði í þverslánni. Andri Lucas Guðjohnsen kom inn fyrir Willum Þór á 61. mínútu [5] Fín innkoma hjá honum, tengdi vel við Orra en líkt og mátti búast við var fátt um marktækifæri fyrir hann. Mikael Egill Ellertsson kom inn fyrir Jón Dag á 61. mínútu [6] Átti fína spretti fram á við og klikkaði ekki á einni sendingu.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Í beinni: Portúgal - Ísland | Hvernig takast strákarnir á við Ronaldo? Ísland lék í kvöld sinn síðasta leik í undankeppninni fyrir EM 2024 í fótbolta er liðið sótti Portúgal heim. Heimamenn unnu 2-0 sigur og áttu því fullkomna undankeppni en þeir unnu alla tíu leiki sína. Ísland endaði í 4. sæti J-riðils með tíu stig. 19. nóvember 2023 21:40 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Í beinni: Portúgal - Ísland | Hvernig takast strákarnir á við Ronaldo? Ísland lék í kvöld sinn síðasta leik í undankeppninni fyrir EM 2024 í fótbolta er liðið sótti Portúgal heim. Heimamenn unnu 2-0 sigur og áttu því fullkomna undankeppni en þeir unnu alla tíu leiki sína. Ísland endaði í 4. sæti J-riðils með tíu stig. 19. nóvember 2023 21:40