Enski boltinn

Hundrað leik­menn meiddir í ensku úr­vals­deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ruben Dias hjá Manchester City er einn af mörgum leikmönnum sem hefur meiðst á þessu tímabili.
Ruben Dias hjá Manchester City er einn af mörgum leikmönnum sem hefur meiðst á þessu tímabili. Getty/ Jacques Feeney

Er of mikið álag á bestu fótboltamönnum heims? Þegar þú skoðar meiðslalistann í ensku úrvalsdeildinni þá blasir svarið eiginlega við.

Alls eru nú að minnsta kosti hundrað leikmenn á meiðslalistanum hjá liðunum tuttugu í ensku úrvalsdeildinni.

Nýjasti maðurinn á meiðslalistanum er markahæsti leikmaður deildarinnar en Erling Braut Haaland hjá Manchester City meiddist í landsleik á móti Færeyjum.

Staðan er verst hjá liðum Sheffield United og Newcastle sem eru bæði með níu menn meidda en aðeins einum leikmanna á eftir eru lið Tottenham og Manchester United.

Topplið Manchester City er með sex meidda menn eins og Chelsea, Liverpool, Brentford og Bournemouth.

Í raun er bara eitt lið í deildinni sem er með tóman meiðslalista samkvæmt samantekt Sport Bible en það er lið West Ham.

Staðan er líka ágæt hjá Everton, Burnley og Wolves sem eru bara með tvo leikmenn meidda.

Ef þú sérð ekki Instagram færsluna hér fyrir neðan er gott ráða að endurhlaða fréttina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×