Lífið samstarf

Að velja drauma­steininn er upp­lifun – ekki verk­efni

Steinlausnir
Ægir Ólafsson er einn stofnenda og eigandi Steinlausna. Hann hefur starfað við steinsmíði síðan 2003 og býr því yfir mjög mikilli þekkingu.
Ægir Ólafsson er einn stofnenda og eigandi Steinlausna. Hann hefur starfað við steinsmíði síðan 2003 og býr því yfir mjög mikilli þekkingu.

Steinlausnir er nýleg steinsmiðja en fyrirtækið var stofnað seinni hluta árs 2021. Þrátt fyrir ungan aldur eru Steinlausnir öflugt og eftirtektarvert fyrirtæki sem skortir síður en svo reynslu.

Í því sambandi má nefna að einn stofnenda og eigandi Steinlausna, Ægir Ólafsson, hefur starfað við steinsmíði síðan 2003 og býr því yfir mjög mikilli þekkingu. Við ræddum við Ægi og reyndum aðeins að kynnast Steinlausnum betur.

Guðdómlegur Arabescato orobico grigio marmari.

Hvers konar fyrirtæki er Steinlausnir?

„Steinlausnir er steinsmiðja sem sérhæfir sig í sérsmíði á eldhús- og baðplötum, sólbekkjum, ásamt margskonar öðrum verkefnum.“

Hver er ykkar sérstaða á markaði?

„Það er markmið Steinlausna að afgreiða gæðavöru og veita framúrskarandi þjónustu þar sem þarfir viðskiptavina eru í fyrirrúmi.

Við skiljum að það að velja stein er stór ákvörðun og yfirleitt ekki skyndiákvörðun. Við leggjum þess vegna mikið upp úr því að þetta ferli verði sem ánægjulegast og sé í raun upplifun frekar en verkefni.“

Montblanc quartzite er einn vinsælasti steinninn hjá Steinlausnm í dag.

Hægt er að skoða heimasíðu Steinlausna, Facebook og Instagram. Næsta skref er að mæta í verslunina, skoða þá steina sem eru til og fá fagmannlega ráðgjöf um það sem hentar heimilinu.

„Við höfum auk þess bætt við nýrri þjónustuleið en nú gefst viðskiptavinum kostur á að fá innanhússstílista heim til sín með prufur. Þar fá þeir aðstoð við að átta þig á því hvað passar best inn á heimilið og tónar best við það. Þar sem að allt ferlið á að vera þægileg upplifun er okkur umhugað að allt gangi smurt fyrir sig og að öllum sé haldið upplýstum frá upphafi til enda verksins.“

Klassískt og einstaklega fallegt Quartz Vittoria white.

Verslun Steinlausna er einstök þar sem heilar steinplötur eru til sýnis, en ekki fullklár vara á innréttingu. Af hverju?

„Ég vil ekki sýna þér vöru sem ég á ekki til. Náttúrusteinn er ekki bara náttúrusteinn en æðarnar í steininum eru mjög fjölbreyttar. Plöturnar sem ég fæ í hverri sendingu eru einstakar og engin sending nákvæmlega eins. Ég vil frekar geta sýnt þér steininn sem er til hverju sinni og hjálpað þér að móta lausnina/eldhúsið eftir steininum sem er fyrir framan þig.“

Hér sjást Glacier Tesla quartzite og Obsidianus quartzite til sýnis en þeir eru meðal þess efnis sem er til sýnis í í versluninni í dag.

Hvernig á að velja stein?

„Það sem skiptir mestu máli er að steinninn passi þínu heimili. Bæði hvað varðar stíl og hvernig hann tónar við annað á heimilinu en líka hvaða eiginleikum þú ert að leita af og hvers konar álag er á heimilinu.“

Efnin sem eru í boði hjá okkur eru Quartzite, Marmari, Granít og Quartz. Hvert efni hefur mismunandi eiginleika og því er mikilvægt að velja rétta efnið sem hentar þínu heimili.

Quartzite – Náttúrusteinn, hitaþolinn og rispast ekki

Án efa vinsælasti steinninn á markaðnum í dag! Við tölum oft um að Quartzite beri fegurð marmarans og hörku granítsins. Þetta er gífurlega fallegur náttúrusteinn með miklum og djúpum æðum. Hins vegar er hann laus við þær áskoranir sem fylgja marmaranum.

Marmari – Náttúrusteinn, hitaþolinn

Gífurlega tignarlegur og fallegur steinn. Steinninn er samt gljúpur sem þýðir að það þarf að verja hann og sýna honum ákveðna ást og umhyggju. Marmarinn er hins vegar hitaþolinn sem er stór kostur þegar unnið er í eldhúsinu.

Granít – Náttúrusteinn, hitaþolinn og rispast ekki

Minimalískur og harðgerður náttúrusteinn þar sem litamöguleikarnir eru miklir. Þrátt fyrir að hægt sé að fá granít í ótal litum má segja að útlit steinsins sé klassískst og tímalaust.

Quartz – viðhaldsfrír, rispast ekki og er blettafrítt

Ertu ástríðukokkur eða ofurbakari? Með barnmargt heimili? Tími fyrir viðhald takmarkaður? Þá gæti quartz verið steinninn fyrir þig en steinninn er viðhaldsfrír.

„Það er okkur sönn ánægja að aðstoða þig við valið á efni sem hentar þér,“ segir Ægir að lokum.

Nánari upplýsingar á steinlausnir.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.